Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 23
31
KONA var að kaupa sér að lesa
og sagði við bóksalann:
— Hefurðu ekki einhverja góða
morðsögu eftir úrvalshöfund, helzt
einhvern, sem fengið hefur Ópels-
verðlaunin ?
AUGLÝSING:
— Tjald, nýtt, aðeins notað eina
nótt, fæst í skiptum fyrir barna-
vagn.
Á BÆ einum var ungur vinnu-
maður. Kvöld eitt bjó hann sig
upp á, tók vasaljós og ætlaði út.
Bóndi spyr hann, hvað hann sé
að fara. Hinn segist ætla út að
reyna að ná sér í kvenmann.
— Ekki gerði maður það nú í
ungdæmi mínu að hafa ljós, segir
bóndi.
— Og það er svo sem auðséð,
að þú hefur náð þér í þína I
myrkri, svarar strákur þá.
OG SVO var það konan, sem
kom i bókabúð, af því hún var
orðin svo sjóndöpur, að hún gat
ekki lesið Biblíuna sína.
Hún sagði við bóksalann:
— Áttu ekki Biblíu með svolítið
grófari orðum?
MEÐHJÁLPARI úti á landi var
að lesa bænina eftir messu í kór-
dyrum, en byrjaði á skakkri bæn:
Hann las:
— Drottinn, ég kominn í þitt
heilaga hús — nú er ég vizkulegur.
MAÐUR EINN hafði mikið orð
á sér fyrir misheppnaðar bónorðs-
ferðir. Eitt sinn kom hann á bæ
og gerði orð fyrir stúlku, er þar
var: Gengur hún til fundar við
hann og heilsast þau. Hann ber
ekki upp neitt erindi, horfir á
stúlkuna góða stund og segir siðan
eins og við sjálfan sig:
— Ég held ég hætti við það.
SÉRA JÓHANN var allra manna
ljúfastur í orði og hugsun.
Einhverju sinni var islenzkur
menntamaður, hinn mesti orð-
svaði, að lýsa landa, sem hann
hafði kynnzt í Höfn, og taldi með
þeim lökustu föntum og rónum,
sem hann hefði kynnzt, og notaði
um hann mörg orð til áherzlu,
sem ekki verða rakin.
Þegar fæðu hans var Iokið, leit
prestur á hann og mælti blíðlega:
— En reyndurðu nokkurn tíma
að biðja fyrir honum? — L. G.