Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 58
70
ÚR VAL
stuttum fyrirvara?" Afgreiðslu-
maðurinn brosti og teygði sig
eftir pöntunarlista sínum.
„Frú,“ sagði hann, „það eru sex
flugfélög, sem halda uppi beinu
flugi til Aþenu. Margar vélarnar
fljúga liálftómar. Þér getið borð-
að kvöldmat með manninum
yðar i Aþenu i kvöld, ef þér
óskið.“
Þetta samtal skýrir greini-
lega frá aðstæðum evrópskra
í'lugfélaga, aðstæðum, sem ættu
að vekja fólk til umhugsunar:
Of mörg sæti og of fáir farþeg-
ar. Á liinni gullnu öld þrýsti-
loftsflugs tapa flugfélögin jafnt
og þétt. Saina er uppi á ten-
ingnum um viða veröld. Áætlað
er, að samanlagt tap flugfélag-
anna hafi numið 50 milljónum
sterlingspunda árið 1901 miðað
við 25 milljón punda hagnað
árið 1900.
Þótt brúttótekjur séu nú hærri
en áður en þrýstiloftsflugvél-
arnar komu til sögunnar, hef-
ur tap nú komið í stað gróða.
Flugfélagið British European
Airways, sem hingað til hefur
grætt einna stöðugast allra
flugfélaga heimsins og átt gróða-
met síðan 1954, tapaði nærri
1.5 milljónum sterlingspunda
árið 1961. Tap þess árið 1962
var meira en 5 milljón dollarar.
Á meðal þeirra fáu flugfélaga,
sem græddu, voru Swissair,
Finnair og Aer Lingus i írlandi.
Gunnar Korhonen, fram-
kvæmdastjóri Finnair, mælir á
þessa leið um þetta: „Reksturs-
kostnaður okkar er mjög lágur,
og þess vegna verður ekki um
tap að ræða, ef við náum
minnst 46% sætanýtingu, en
slíkt er lægsta evrópska hundr-
aðstalan, sem liægt er að grund-
valla rekstur á, án þess að um
tap verði að ræða. En samt var
hagnaður siðasta fjárhagsárs
okkar mjög litill.“
Mjög mörg flugfélög hafa
teflt á tæpasta vaðið með lán-
tökur til þess að eignast þrýsti-
loftsflugvélar, tæknileg meist-
araverk, sem kosta allt að 2.5
m i 11 j ó n um sterlingspunda.
Hollenzka stjórnin hefur orðið
að ganga í ábyrgð fyrir einka-
lán til KLM, sem tapaði 5
milljónum sterlingspunda fyrstu
9 mánuði síðastliðins árs. Rein
Vogels, varaformaður KLM,
segir á þessa leið um þetta:
„Tilvera félags okkar er i húfi.
Við erum að fækka starfsfólki
okkar um 2000 manns, þar á
meðal um 50 flugmenn.“
Það verður sífellt meira að-
kallandi, að flugfélögin finni
einliverja leið út úr núverandi
ógöngum. Velferð flugfélaganna
hefur mikla þýðingu fyrir ör-
yggi hins vestræna heims.
Varnir Atlantshafsbandalagsins