Úrval - 01.12.1963, Síða 18
30
ÚR VAL
ég, aumur syndari eins og ég er,
hef verið talinn verðugur þess,
að fá að kyssa jötuna, sem
Drottinn grét í sem barn, og
að biðjast fyrir í hellinum, þar
sem hin fæðandi mær bar Jesú-
barnið í heiminn.“
Það virðist Ijóst af orðum Or-
igenesar, sem tilfærð eru hér
að framan, að jatan hefur enn
verið í hellinum, er iiann kom
i hellinn. Heilagur Hieronymus
hefur einnig séð hana, því að
hann talar um þá náð, að fá
að kyssa hana. Augljóst er að
síðar hefur hún verið tekin burt,
því að dapur ritaði hann: „Æ!
Af lotningu fyrir Kristi höfum
vér tekið burt leirjötuna og lát-
ið í staðinn aðra úr silfri. En
hversu dýrmætari var mér sú,
sem hefur verið á burtu tekin.
Silfur og gull eru heiðin gæði;
þessi vagga úr leir hefur miklu
meira gildi fyrir kristna trú.“
Úr hvaða efni var jatan? Eft-
ir lýsingu lieilags Hieronymusar
virðist lnin ekki hafa verið gcrð
af viði, heldur úr pottaleir. I
Palestínu er ltann ódýrari, auð-
fengnari og auðveldara að vinna
úr honum. Jatan var einskonar
trog, sem fóðrið var látið i. Til
ailrar ógæfu hefur hún verið
látin í svo örugga geymslu á
þessum ófriðarsömu tímum, að
nú finnst hún hvergi. En til
eru nokkrar helgar leifar jöt-
unnar. Árið 640 höfðu arabisk-
ar hersveitir Omars kalífa kom-
ið til Palestínu og tekið Jerú-
salem. Hin langa nótt Islamskra
yfirráða var fallin yfir Landið
helga. Meðan Theodor I., sem
var fæddur í Jerúsalem, sat
á páfastóli (642—649), voru
nokkrar helgileifar úr hellinum
fluttar til Rómaborgar til varð-
veizlu. Þetta voru fimm fjalir
úr mórberjaviði, sem höfðu ver-
ið undirstöður jötunnar. Þær
eru geymdar i St. Mary Major,
og eru nú lokaðar niðri i skríni
úr siifri og krystalli og á lokinu
er gullin mynd af hinu heilaga
barni.
Ilvað var i jötunni? Ekki hey,
því að það, sem við nel'num
hey, er ekki til i Palestínu. í
löndum bibliunnar er venja nú
að skera eða reita gras og aðr-
ar fóðurjurtir og gefa það hús-
dýrunum. Konur með stóra
bagga á bakinu af slíku fóðri og
asna með svipaða hleðslu, má sjá
á hverjum morgni við hiiðin
og á markaðstorgum borganna.
Stórar spildur eru sánar byggi,
vafningsviði, smára og öðrum
fóðurjurtum, sem eru skornar
og gefnar búpeningnum á vorin
og framan af sumri. Ljóst er,
að sami siður ríkti á tímum
bibliunnar, að skera gras í þess-
um tilgangi. En það er ekki
siður að þurrka slíkt gras eins