Úrval - 01.12.1963, Side 44
50
ÚRVAL
jökli, „yzta verði viS unnir blár.“
Þaðan gat að líta vesturfjöllin,
Fagraskógarfjall og Múlana,
Baulu, Eiríksjökul og hinar
„glæju fjallabungur“ Langajök-
uls, Skarðsheiði og Skessuhorn,
Hafnarfjall og Akrafjall — og
þá aðeins talið það, sem minni-
stæðast er — og það sá langt
út á fjörðinn, að ógleymdu liér-
aðinu sjálfu, með sínum „þekku
bændabýlum.“ Heyrt hafði ég
um Skallagrím og' Egil og kom
að Borg þegar fyrsta sumarið
á Gufá, en af Jóhannesi bónda
fræddist ég' fyrst um Hvanneyri,
og að þar bjó fyrstur manna
Grímur hinn háleyski — og
einnig, að bærinn á Gufá stæði
þar sem til forna voru Rauðu-
Bjarnar-staðir.
Og fyrr en varði voru þessi
sumur að Gufá að baki. Hið
síðasta var 1908, en sumarið
þar áður var ég heima, — var
þá hestasveinn í konungsferð-
inni austur.
Ég var nú kominn á ferming-
araldur og hugur minn var all-
ur i sveitinni. Námsáhugi minn
var lítill í bernsku, en Búnað-
arritið gamla og Andvari uppá-
lialds lestrarefni.
Móðir mín vissi hug minn
allan og það var hennar ráð,
að ég reyndi að komast i sumar-
vinnu að Hvanneyri — og næst
þegar Halldór skólastjóri Vil-
hjálmsson kom í bæinn, lögðum
við, móðir min og ég', leið okk-
ar inn að Rauðará, og höfðum
tal af honum.
Móðir mín bar upp erindið,
og á meðan hún gerði grein
fyrir því, horfði Halldór stöð-
ugl á mig, all hvasslega að mér
fannst, og ég hafði sannast að
segja litlar vonir um það þá
stundina, að hann vildi ráða
mig, — honum myndi ekki lit-
ast á Reykjavíkur-drenginn. En
svo varð ég þess var, að svip-
breyting varð á andliti hans,
er móðir min sag'ði, að hugur
minn væri allur í sveitinni og
að ég hefði þegar fengið nokk-
ur kynni af sveitalifinu, og
sagði honuin nánara frá þvi.
— Hefirðu gaman af hestum?
spurði Halldór allt i einu.
Ég játti þvi og horfði nú beint
í augu hans — það var eins
og við þennan mann væri ekki
hægt að tala öðru vísi. Þetta
kom svona yfir mig allt i einu,
en ég hafði víst setið þarna
all niðurlútur meðan móðir min
hafði orðið.
— Drengi á hans aldri læt
ég vera kúska, sagði Halldór og
sneri sér nú að móður minni,
það er þeirra aðalstarf á sumr-
in. Við notum sláttuvélar, rakstr-
arvélar og lieyvagna, og allt
undir því komið, að strákarnir
séu lag'nir við hesta, vel vak-