Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 55
AGI A HEIMILUM OG í SKÓLUM
67
við barn og þeir geti gefið já-
yrði eða svarað með neitun,
eftir því sem nauðsyn krefur,
búi yfir sjálfstrausti og hegð-
unarreglur þær, sem þeir setja
og krefjast, að farið sé eftir,
séu sanngjarnar, þá mun þetta
nauðsynlega aðhald styrkja
tengsli foreldranna við barnið.
Það eykur persónulega öryggis-
kennd þess.
Ef til vill er það óheppilegt,
að einmitt þessir tveir þættir,
tengsli foreldranna við barnið
og trú á eigin hegðunarreglur,
eru einmitt uppsprettur mis-
ræmis i agabeitingu heimilis
og skóla. Tengslum kennara og
nemenda er annan veg farið en
tengslum foreldra og barna. Mun-
urinn er ekki augsýnilegur, en
hann er þýðingarmikill. Og
þessi tengsli barnsins við heim-
ili annars vegar og skóla hins
vegar geta svo auðveldlega virzt
togast á í harðri samkeppni.
Ef foreldrarnir neita því, að
um tengsli kennara við barn
þeirra sé að ræða, eða kennarar
neita að viðurkenna tengslin
milli foreldra og barns, og þess-
ir aðilar reyna að rjúfa þau,
þá hlýtur jákvæð agabeiting að
mistakast. Engin raunveruleg
agabeiting getur heppnazt nema
innan rammatengsla persóna i
milli og sem þáttur slíkra
tengsla.
Mælikvarði um réttar hegðun-
arreglur hlýtur einnig að vera
annar í skóla en á heimili. Það
er ekki þar með skilið, að mæli-
kvarði annars aðilans sé betri
eða strangari en hins. Þær
kröfur, sem skólinn mun gera
til barnsins, hljóta að verða
aðrar en þær, sem gerðar eru
til þess á heimilinu, líkt og
allar aðstæður þess umhverfis,
sem kröfurnar eru gerðar í, eru
ólíkar á þessum stöðum.
Eðlileg og sanngjörn hegðun
9 ára barns að Ieik i eigin garði
væri ekki samkvæmt þeim
mælikvarða, sem nota verður
i reiknitíma í venjulegum, full-
skipuðum barnaskólabekk. Hinn
skipulagði, virki hópleikur smá-
barnaskólanna kann að reynast
erfiður í framkvæmd á venju-
legu heimili, þar sem móðirin
er að leggja á borð og eldri
systir er að reyna að læra undir
skólann. Foreldrar og kennar-
ar geta áreiðanlega nefnt mörg
svipuð dæmi, þótt þau kunni
ef til vill ekki að vera svo aug-
Ijós.
Heppileg meðhöndlun ein-
stakra barna á heimilum er oft
önnur en heppileg meðliöndlun
hóps barna í kennslustofu. At-
burður, sem krefst áminningar
eða refsingar í einu umhverfi,
krefst ef til vill ekki slíks við
aðrar aðstæður. Mörgum börn-