Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 66
78
ÚR VAL
borin. Hún sagði okkur það,
sem við vildum heyra („Við
munum verja þessa eyju“) og
það, sem við reyndum að vona,
rættist („Við munum berjast á-
fram ósigrandi, þangað til bölv-
un Hitlers hefur verið létt af
ásjónu mannkynsins. Við erum
viss um, að allt muni fara vel að
lokum.)“
Vinur minn og ég gengum út.
Það var sumarkvöld í Lundún-
um. Hann sagði: „Við megum
aldrei gleyma þakklætisskuld
okkar. Mundu það. Við megum
aldrei gleyma þakklætisskuld
okkar.“
Winston Churchill er mikil-
menni, ef slíkt orð er ekki inn-
antómt glamuryrði. En hann er
einnig annað að auki, og það
virðast Bandarikjamenn hafa
skynjað betur en við Englend-
ingar. Ef til vill er það vegna
þess, að hann stendur okkur
nær. Hann er siðasti fulltrúi
viss tímabils í sögu mannkyns-
ins.
Þessa daga árið 1940 hélt ætt-
jarðarástin okkur uppi, og Chur-
chill var bæði tákn hennar og
kjarni, aflvaki hennar og rödd.
Ættjarðarást hans var skilyrðis-
laus. Hann var yfirstéttarmaður,
en hann hefði glaður rúið stétt
sina og vini og alla aðra inn að
skyrtunni, hefði þurft að greiða
frelsi landsins því verði. Allir
trúðu þvi, og þegar rödd hans
ómaði um strætin þessi sumar-
kvöld, talaði Churchill fyrir
munn þjóðar, sem var óskipt
og sameinuð og einkennilega
hamingjusöm, já sameinaðri og
hamingjusamari en ég hef séð
hana, bæði fyrr og síðar, á ævi
minni.
Þegar litið er til baka, eign-
uin við kannske hugarheimi okk-
ar þessa sumardaga ýmsar
kenndir, sem við fundum raun-
verulega alls ekki bæra á sér.
Fundum við í rauninni til
þeirrar kenndar, og ég finn nú
til kenndarinnar um að þetta
væru endalok svo ótal margs?
Að þetta væri siðasta barátta
Bretlands sem stórveldis í krafti
þess sjálfs? Að þetta væri síðasta
aðalhlutverk þess á leiksviði
heimsins? Að þetta væri síðasti
yfirstéttarmaðurinn, sem rikti
yfir Bretlandi? Að þetta væri
siðasta sóknarhróp lands, sem
hafði ríkt yfir allt of stórum
hluta heims, þótt slíkt virtist
ekki hafa orðið af neinum sér-
stökum ástæðum?
Allt þetta og miklu meira virt-
ist manni nú búa í ræðum Chur-
chills. Macaulay sagði það um
Oliver Cromwell, að enginn gæti
hjá því komizt að álíta, að hann
væri mesti prins, sem nokkru
sinni hefði rikt yfir Englandi,
hvort sem menn tryðu á stjórn