Úrval - 01.12.1963, Side 77
BORGIN HLJÓÐA
89
nemandi, sem kunni og mundi
námseí'nið ágætlega, áður en
hann gekk til prófsins, en svo,
er hann „var uppi“ var eins
og allt lokaðist fyrir honum,
og hann „stóð á rótargati". Líkt
er um ræðumann, sem ætlar að
tala blaðalaust og hefur áður
lagt nákvæmlega niður fyrir
sér og raðað í hugann því,
sem hann vildi segja, en svo,
er vesalingurinn stendur á fæt-
ur til að halda sína ágætu ræðu,
þá fer hann að svitna og stama,
allt stendur í honum, og hans
ágæta ræða, er fokin út í veður
og vind, er til á að taka. Þetta
er ekki ákaflega skemmtilegt,
a. m. k. ekki fyrir þá, sem reyna
það sjálfir. Við umhugsunina
eina saman getur sett að þeim
óstjórnlegan kviða. Og slik end-
urtekin reynsla grefur undan
heilbrigðu sjálfstrausti. Menn
hætta að treysta minni sínu.
Mörgum nemandanum verður
lika líkt á í sambandi við ein-
hverja námsgrein, sem honum
þykir erfið. „Ég gat aldrei mun-
að þetta“, kann hann að hugsa
eða segja. „Þetta verður lekið
úr mér eftir svolitla stund.“ „Ég
hefi svo afleitt minni.“ Þannig
sefjar hann sjálfan sig til þess
að trúa þvi, að minni hans sé
í raun og veru lélegt, og að það
muni bregðast honum. Þannig
fer það hka. Honum verður að
trú sinni eða réttara sagt van-
trausti sínu. Það eyðileggur
minni hans. En hins vegar, ef
hann segir sífellt við sjálfan
sig: „Þetta get ég örugglega mun-
að“, þá verður honum einnig
að þeirri trú, því að niinnið
treystist við það, að því sé full-
treyst.
3. regla: Kappkostaðu að vekja
áliuga þinn á vifffangsefninu og
þroska með þér athgglis- og ein-
beitingargáfu þína.
Minnið hefur þrjá mikilvæga
meðhjálpara: áhuga, athygli og
einbeitingu. Það er alkunnugt,
að það er miklu auðveldara að
nema og muna það, sem maður
hefur áhuga á og þykir skemmti-
legt en hitt, sem honum dauð-
leiðist. Menn geta haft frábært
og undravert minni á áhugaefni
sinu og öllu, er snertir það, en
hinsvegar litið minni á það, sem
þeir hafa lítinn eða engan á-
huga fyrir eða jafnvei óbeit á.
Ég man eftir manni, sem var
yfirleitt ekki talinn öðrum
minnugri eða fremri um gál'ur,
en hann mundi alla markaskrána
fyrir sýsluna utanað, svo að
hvergi skeikaði. Slík dæmi eru
óteljandi. Flestir munu kannast
við eða hafa heyrt um menn,
sem hafa óbrigðult minni á á-
huga- og sérsviði sinu, en geta
svo ekki manað t. d. eitthvaÉS