Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 82
94
ÚR VAL
Munnlögun hvers einstakl-
ings, ásamt lögun barka og nef-
gangna, Ijær rödd' hans sveiflur,
sem mynda „elektróniska“
bylgjutíðni. Meginlínur þeirrar
tíðni, ekki innbyrðis afstaða
þeirra, verða nákvæmlega hinar
sömu, þó að viðkomandi reyni
að breyta rödd sinni með þvi
að bækka hana eða lækka, gera
sig dimmraddaðri eða skrækari,
hvisla, gera rödd sína þvoglu-
lega, eða taka upp framand-
legan málhreim.
Það breytir þvi engu hvernig
viðkomandi reynir að „dulbúa“
rödd sína eða breyta um róm,
meginlínur þær, sem fram koma
á litrófsmyndinni taka ekki
neinum breytingum við R.að.
Álitið er, að eftir að maðurinn
hefur fengið sína fullorðins-
rödd, haldist hún að þessu leyti
óbreytt alla hans ævi.
Að undanförnu hafa staðið
yfir víðtækar tilraunir á þessu
sviði í New York; tekinn fjöldi
raddmynda, þar sem fjölmargir
einstaklingar voru hver fyrir
sig látnir mæla sömu orðin hvað
eftir annað. í hvert skipti var
tekin raddmynd á sérstakt
spjald, af þeirri nákvæmni, sem
við verður komið. Þessum
spjöldum var svo ruglað sam-
an, og þjálfaðir aðstoðarmenn
siðan látnir raða þeim saman
aftur, þannig að hver einstök
rödd kæmi í einn flolck. Þeir
höfðu eingöngu mynstrin á radd-
myndunum tii að fara eftir.
Þarna var um 25.000 radd-
ákvarðanir að ræða, og reynd-
ist röðunin 97% rétt. Kersta
gerir sér nú vonir um, að geta
sannað það óvefengjanlega fái
hann nógu rnargar mismunandi
raddmyndir frá óþekktum ein-
staklingum, að sérfræðingarnir
geti þekkt hverja einstaka rödd
frá milljónum annarra, og það
eins þó að viðkomandi reyni
eftir megni að breyta rödd sinni.
Það fer ekki milli mála hvert
gildi slík uppfinning hlýtur að
hafa í sambandi við glæparann-
sóknir. Það er harla líklegt, að
hún eigi eftir að valda gerbyit-
ingu á því sviði, þegar einstakl-
ingsgreining samkvæmt radd-
myndun hefur verið upptekin af
heilum jjjóðum, og framkvæmd
af þjálfuðum greiningarsérfræð-
ingum með aðstoð rafeindaheila.
Kersta telur að rafeindaheilar
geti hæglega annast geymd og
röðun raddmyndanna, þegar-
það viðfangsefni hefur verið
undirbúið með tilliti til þess.
Þá yrði unnt að bera óþekkta
rödd á einu vetfangi saman við
þær raddmyndir, sem þar væru
skráðar, en sérfræðingur skæri
siðan úr því með samanburði
á raddmyndum þeim, sem raf-
eindaheilinn teldi samstæðar,