Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 105
FREÐIN JÖRÐ
117
hliðstæð snjólínunni, því að hún
liggur umhverfis jörðu norðan-
vert og sunnanvert, auk noklc-
urra einangraðra eyja, sem það
myndar i fjallgörðum um aliar
álfur, nema Ástralíu.
Staðfrostskánin á norðurhelft
jarðar er þunn í suðurröndina,
ef til vill ekki nema nokkra
þumlunga og' ekki órofin. En
yfirleitt verður hún þykkari,
jafnt og þétt eftir því sem norð-
ar dregur, og þegar kemur norð-
ur fyrir viss takmörk, liggur ó-
rofið staðfrostlag undir ölhi
yfirborði lands.
Ofan á staðfrostinu liggur svo
hið „virka“ yfirborðslag jarð-
vegsins — sem frýs á vetrum
og þiðnar á sumrum. Það lag
getur orðið nokkur fet á dýpt,
en sumstaðar í Alaska og Síber-
íu nemur dýpt þess ekki nema
nokkrum þumlungum.
Að Point Barrow, nyrsta skaga
Alaska, nær staðfrostið 1.030 fet
í jörð niður. Víða i Norður-Kan-
ada nær það sömu dýpt, og á
Taimyrskaganum, milli Lena-
fljótsins og Yenesei, nær það
tvöfalt dýpra niður á víðum
svæðum. Göngin í kolanámunum
á Svalbarða, ná sum hver nið-
ur gegnum þúsund feta þykka
staðfrostskán, að ófrosnu berg-
laginu undir.
Að sjálfsögðu er auðvelt að
mæla dýpt staðfrostsins með
jarðborunum, eða þar sem
námugöng ná niður úr þvi. Þar
sem ekki hefur tekizt að bora
niður úr frostskáninni, má samt
fara nærri um þykkt hennar
með þvi að mæla frostið, þar
eð úr því dregur að sama skapi
og styttist niður úr henni. En
á þessum nyrstu víðáttusvæð-
um, er óvíða unnið að náma-
greftri og ekki heldur um nein-
ar jarðboranir að ræða, og í
rauninni hefur sáralítið verið
unnið þar að rannsóknum. Verð-
ur því að geta sér til um dýpt
staðfrostsins þar eftir líkum.
Þegar við höfum nú gert okk-
ur nokkra grein fyrir víðáttu
og þá um leið dýpt staðfrosta-
svæðanna getum við reynt að
gera, okkur í hugarlund það ís-
magn, sem þar er falið undir
yfirborði jarðar. Það er almennt
vitað, að undirstöðubergið, svo
að segja allstaðar fyrir utan
takmörk staðfrostsvæðanna, hef-
ur mikið vatn að geyma, ann-
aðhvort á þann hátt að gljúp-
ari berglög og æðar verði vatn-
sósa, eða þá að vatnsmagnið
safnast saman i sprungur og
hella í bergið. Þessi neðanjarðar
vatnasvæði eru afarvíð og gífur-
legt vatnsmagn, sem þar fyrir-
finnst.
Undirstöðuberg staðfrosta-
svæðanna er ekki öðru undir-
stöðubergi á neinn hátt frábrugð-