Úrval - 01.12.1963, Síða 109
FREÐIN JÖRÐ
121
héröðunum, að mjög erfitt er
um vatn, en þó ennþá erfiðara
að ræsa þar fram og þurrka upp
landssvæðin. Yfirleitt er ekki
unnt að gera brunna.í staðfrost-
skánina, heldur verður að sækja
vatnið í læki eða ár, því að
allt vatn annað botnfrýs á vet-
urna. Þar sem uppgufun er mjög
hæg í köldu loftslagi, og þar
sem rennsli í ám og lækjum
torveldast mjög á vetrum, er
hvorki unnt að nota vötn eða
ár til að taka við vatni í sam-
bandi við uppþurrkun. Frost-
skánin kemur og i veg fyrir að
vatnið geti sigið niður og runn-
ið frá neðanjarðar. Fólk, sem
sezt að á þessum svæðum verð-
ur þvi að horfast í augu við
þá staðreynd að öll framræsla
lands og þurrkun kosti bæði
mikið erfiði og fé.
Ekki eru áhrif staðfrostsins
þó öll neikvæð eða til aukins
erfiðis. Sökum þess að hitastig-
ið i skáninni helzt stöðugt fyrir
neðan frostmark, býður hún á-
kjósanlegustu skilyrði til kæli-
geymslu. í Norður-Kanada liag-
nýta menn sér þau á þann hátt
að miklar neðanjarðarhvelfing-
ar eru gerðar í .staðfrostskánina,
að minnsta kosti þrjá metra und-
ir yfirborðinu, til geymslu á mat-
vælum, bæði l'iski og kjöti og
öðru nýmeti. Jafnvel einstakar
fjölskyldur lcoma sér upp slík-
um kæliklefum, og Eskimóarnir,
sem við álítum yfirleitt, að ekki
hafi neinna kælitækja þörf, hafa
hagnýtt sér þessa eiginleika
staðfrostskánarinnar á svipaðan
hátt frá ómunatið.
Hvað er staðfrostið gamalt?
Iive lengi hefur klakinn verið
þarna í jörðu, og hvernig mynd-
aðist hann þar? Þar sem stað-
frostið fyrirfinnst einkum i þeim
löndum, þar sem meðalhiti árs-
ins er mjög lágur, virðist gefa
auga leið, að það standi í nánu
sambandi við veðurfar og lofts-
lag. Yfirleitt má telja að veður-
farið og staðfrostið haldizt í
hendur. Það kemur greinilega
á daginn í nyrztu héruðunum,
þar sem frostskánin leggur undir
sig jarðfyllingu i sambandi við
vegalagningu, eða ef jarðvegi
hefur verið hrúgað saman á
yfirborðinu. Það er líka auðséð,
að staðfrostið fyrirfinnst sem
nýmyndun, því að það leggur
undir sig jafnóðum nýjar eyjar
og sandeyrar sem myndast í
fljótum á landsvæðunum norðan
heimskautsbaugs, og einnig eðju-
skriður og eðjuhlaup.
Aftur á móti sannast það fyrir
þær leifar af dýrum, sem eru
aldauða fyrir þúsundum ára,
og fundist hafa i staðfrostskán-
inni, að hún er víða mjög gömul.
Þó að staðfrostskánin, sem
geymir slíkar leifar, sé því æva-