Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 115
STÖÐUVATNIÐ
127
ekki sérlega sennileg.
Ýmisleg trú er í sambandi
við undrafugla á vötnum, bæði
hér á landi og erlendis. Ekki ber
þó eins mikið á slíkum dular-
fuglum hér á landi á vötnum
eins og á hverum. Svo er að
sjá, sem trú á undraíugla á vötn-
um sé hér á landi hvað rikust
í Fljótum, en slikar sagnir eru
tengdar bæði við Heljardalsvatn
og Skeiðsvatn. Fuglarnir á Helj-
ardalsvatni eiga að hafa verið
tveir bræður, sem deildu um
veiðirétt i vatninu og breyttust
þá í fugla. Þessi saga úr Fljót-
um er ef til vill i tengslum við
hinar erlendu sagnir um að
vötn mynduðust skyndilega, þar
sem deilt er um engi eða annað
land.
Viða í Mið-Evrópu þekkist sú
trú, að sálir fordæmdra flakki
um i vötnum eða nágrenni
þeirra. Þannig á Pílatus að
flakka um við Pílatustrvatnið
í Sviss. Allvíða í þýzka heim-
inum gætir þeirra hugmynda,
að i sumum stöðuvötnum séu
eins konar útibú helvítis (Wass-
erhölle). liafa sumir af þessu
dregið þá ályktun, að Forn-
Germanir hafi i fyrstu hugsað
sér kvalastað i vatni. í sam-
bandi við þetta hefur verið bent
á þá skoðun Ásatrúarmanna, að
eiðrofar og morðvargar vaði
eiturstrauma á Náströnd. Til-
gáturnar um vatnsvítið eru þó
hæpnar.
í sumum helgisögum segir,
að þeir englar, sem voru hlut-
lausir i baráttunni milli Guðs
og Satans, búi í vatni. Þeir fengu
sína refsingu fyrir hlutleysið,
en sluppu þó við loga vítis.
Óhuganleg er sú þjóðtrú, sem
ef til vill er keltnesk að upp-
runa, að illviljaðir vættir búi
í vötnum eða botnleðju þeirra,
en komi upp á nóttunni eða
i þoku. Þessar vættir eru grá-
leiíar og stundum gegnsæar. Ef
menn eru einir á ferð við vötn-
in í myrkri eða þoku reyna
þær að draga þá i vatnið til
sín. Ekki er íullljóst, hvort þess-
ar slepjugu og ískyggilegu vættir
eru upphaflega framliðnir menn
eða vatnsandar af öðru tagi.
EYJAN í VATNINU
Eyjar í vötnum fá oft á sig
helgi, ekki sízt ef helgi er á vatn-
inu sjálfu. Hér blandast gömul
eyjahelgi vatnshelginni. Sumar
slíkar eyjar eru þó tabú og
hættulegar. Fræg frá fornu fari
er Eyin helga (Helgöya) i Mjös-
vatni i Noregi, en hún er all-
stór. Mikil helgi er á ýmsum
eyjum í hinu mikla Titicacavatni
í Suður-Ameríku, en raunar er
helgi á þvi vatni öllu.