Úrval - 01.12.1963, Side 129
TALÞJÁLFUN BABNA . . .
141
ingargetu þeirra. Þetta er ekki
stam. Ef þessu er leyft að hafa
sinn gang, þá vaxa langflest
börn upp úr þessu.
En það er um að ræða arf-
genga tegund stams, sem oft er
tengt því fyrirbrigði, að barnið
er seint til máls, á erfitt með að
tjá sig, er örvhent og á ef til
vill við erfiðleika að striða i
lestri og skrift. Barnið vex ekki
upp úr þessu og þarfnast mik-
iilar sérhjálpar til þess að yfir-
vinna þessa erfiðleika. Svo er
einnig um að ræða taugaveikl-
unarstam, og er slíkt stam ein-
kenni tilfinningalegrar tog-
streitu og dulins ótta, en slíkt
sálarástand krefst sérfræðilegr-
ar meðhöndlunar.
í hvers konar tilfellum getur
talþjálfun eða önnur aðstoð sér-
fræðings orðið til hjálpar? Hve-
nær sem foreldrar ala með sér
kvíða um málþroska harnsins og
þarfnast góðra ráða, einnig ef
barn er augsýnilega óvenjulega
seint til máls eða um er að
ræða mjög litla talgetu hjá því
og talgalla. Það er alltaf vitur-
legt að leita ráða slíks sérfræð-
ings, ef foreldrar ala með sér
slíkar áhyggjur. Heimilislæknir-
inn mun geta veitt foreldrum
upplýsingar um slíka sérfræði-
lega hjálp. Jafnvel gæti verið
um það að ræða, að hann ræddi
við sérfræðinginn, ef hann áliti
slíkt viturlegt, og sendi siðan
barnið til hans, ef sliks er álitin
þörf. Ef til vill kann hann að
stinga upp á því, að leitað sé til
sérfræðings í almennum barna-
sjúkdómum. í sumum tilfellum
er þetta nauðsynlegt skref, áður
en leitað er hjálpar sérfræðings
þess, sem fæst við talþjálfun.
Ráð slíkra sérfræðinga eða þá
fullvissa þeirra um, að kviðinn
sé ástæðulaus, eru foreldrum
mikils virði. Stundum virðist
verða um skyndilega sjálfkrafa
framför að ræða, þegar tauga-
þenslu af völdum slíks kvíða
er aflétt af foreldrunum og hætt
er að leggja eins hart að l)arn-
inu að taka framförum.
Ef talþjálfunarsérfræðingur-
inn ákveður, að hjálpa þurfi
barni, þarf barnið að fara til
hans með reglulegu millibili. Sé
um ung börn að ræða, er þeim
stundum sýnt, hvernig þau eigi
að bera til tungu og varir til
þess að mynda samhljóma á rétt-
an hátt, en yfirleitt er fremur
um heyrnarþjálfun að ræða, og
með hjálp talleikja, sem móðir-
in getur síðan haldið áfram
heima, þar til næsta heimsókn
til sérfræðings á sér stað.
Taugaveikluð börn og þau,
sem stama af einhverjum orsök-
um, þarfnast þess ekki, að beitt
sé beinum aðgerðum, sem mið-
ast við talfærin, heldur er leit-