Úrval - 01.12.1963, Page 142
154
ÚR VAL
á móti storminum. Hokinn, meS
höfuöið í vindinn, rak hann
augun í pappírssnepil, sein fauk
að fótum hans. Hann tók hann
upp. Það var 50 dollara banka-
seðill!
Sam auglýsti fund sinn og
beið í fjóra daga. Þá taldi hann
að Forsjónin hefði sent sér fyrir
farinu og beið ekki boðanna.
Hann keypti i skyndi íarseðil
með gamla gufubátsskriflinu
Paul Jones, og lagði af stað nið-
ur ána til New Orleans og ætlaði
að taka skipsferð þaðan til Pará
í Brasilíu.
Á meðan Paul Jones drattað-
ist niður ána þessa 1500 mílna
leið, greip Sam á lofti ýms orð
úr sjómannamáli, svo sem „lab-
bo,ard“ og „stabboard" (bak-
borða og stjórnborða), straum-
leysu, rif og rár. Hann dáðist
mjög að mönnunum, sem gátu
„fesið á vatnið,“ stýrt blindandi
á næturnar, þekktu á vindinn.
Hann tróðst inn í stýrishúsið,
reykti og hlýddi á frásagnir um
gufuskip, sem sprungu i loft upp
og aðrar slysfarir á ánni. Hann
kitlaði i fingurna að fá að taka
á stýrishjólinu og sá sjálfan sig'
sveigja fyrir nes, þræða sig með
ströndinni og um þrengslin svo
listilega, að gamlir fljótakarlar
kæmust á loft.
Annar leiðsögumaðurinn á
Paul Jones hét Horace Bixby,
geðstirður maður 34 ára gamall,
en þaulkunnugur fljótinu. Hann
sá löngunina skína út úr Sam,
og bauð honum að taka í hjól-
ið á dagvöktum sínum. Undir
leiðsögn hans stýrði Sam marg-
ar bugðóttar mílur á leiðinni
til New Orleans og var í sjö-
unda himni.
Í New Orleans spurðist hann
vandlega fyrir um skipsferð til
Pará, við mynni Amazon. Hann
varð furðulostinn yfir svarinu.
Ekkert skip mundi sigla til
þeirrar hafnar „á næstu 10—12
árum!“
Sam átti aðeins 10 dollara
eftir og mátti engan tima missa;
hann strikaði Amazon út.
Hann fór til Horace Bixby
og þrábað hann í þrjá daga,
unz hann samþykkti að taka
Sam sem lærling og gera úr
honum hafnsögumann. Það átti
að kosta 500 dollara, 100 út í
hönd og afganginn af tilvonandi
kaupj.
Glaður stýrði Sam Paul gamla,
sem lærlingur Bixbys, til St.
Louis. Þar fékk hann 100 doll-
ara lánaða hjá manni Pamelu
systur sinnar, Will Moffett. Og
svo þjálfaði hann sig í 17 mán-
uði sem undirleiðsögumaður.
Hann lærði nákvæmlega lögun
árinnar, forstreymis og' and-
streymis; hvernig strandlínan
kom fyrir sjónir i dagsbirtu, á