Úrval - 01.12.1963, Side 143
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
155
stjörnubjartri nóttu, í grárri
þoku og í náttmyrkri.
„Líttu á, þetta er nauðsyn-
legt að læra; framhjá þvi verð-
ur með engu móti komist," sagði
Bixby honum, eins og Mark
Twain hefur sagt frá í „Lífið
á Mississippi.“
„Á stjörnubjartri nóttu eru
skuggarnir svo skarpir, að ef
þú þekkir ekki ströndina
eins og fingurna á þér, mund-
irðu beygja fyrir hverja timb-
urhrúgu, af því að þér sýnd-
ist svartur skugginn af henni
vera landfastur höfði. Og þú
mundir vera að drepast úr
hræðslu á 15 mínútna fresti.“
Þannig hélt kennslan áfram
í sífellu. Sam varð að muna
dýpið i hverjum ál og bugðu
á ölluin þessuin 500 grynning-
um á milli St. Louis og New
Orleans. Hann varð að finna sér
kennileyti á landi, til þess að
stýra eftir — dauða trjáboli,
uppmjóar liæðir og þess konar,
og svo varð hann að leg'gja þau
niður og finna sér önnur ný,
þvi að sifellt var strandlinan
að breytast við það, að það
brotnaði úr árbökkunum, og
sandrifin voru á sífelldri hreyf-
ingu.
Yfir verstu staðina hafði liann
með sér lóðara (dýptarmælinga-
menn), sem lóðuðu dýpið fyrir
gufuskip, sem mundu taka niðri
á sex feta dýpi. Þeir hrópuðu
dýpið allt frá öruggu þriggja
faðma og enn öruggu tveggja
faðma dýpi (12 fet) og áfram
niður þar til hætta var á ferð-
um:
„Réttir þrir (mark three)!
Fjórðungi minna en þrír! Tveir
og hálfur! Tveir og einn fjórði!
Réttir tveir (mark twain)\ Átta
og hálft! Átta fet! Sjö og hálft!“
Það var æsandi að stýra gufu-
skipi, og það var áhættusamt.
Sum skipin sukku með rifinn
byrðing eftir sokkin skipsftök
eða sker. Sum strönduðu og fór-
ust i þoku og stonni. Mörg
sprungu í loft upp. Flest slys
urðu á erfiðum kafla nálægt
Memphis. Á aðeins einum stað,
sem sást frá bóndabæ rétt ofan
við Hateyju, liöfðu 29 skip far-
izt.
í lok hverrar ferðar upp ána,
staldraði Sam viö í St. Louis.
Moffetshjónin keyptu þar stærra
hús, svo að frú Clemens gat
búið hjá þeim, og einnig Sam
og Henry þegar þeir voru i landi.
Því að Henry, kyrrlátur jiiltur,
ekki tvítugur enn, hafði lika
farið út á ána — Sam hafði út-
vegað honum stöðu sem af-
greiðslumaður („mud“ clerk) á
Pensylvaníu. Þeir hittust því oft,
ýmist á skipum eða í landi.
Eitt sinn er þeir hittust í
New Orleans, lagði Sam bróður