Úrval - 01.12.1963, Side 155
<EVINTÝRALÍF MAHKS TWAINS
167
langa Ameríku, að mér fannst
— og ég bölsótaðist yfir þess-
um vini mínum, fyrir að út-
vega liúsnæði, sem enginn
vissi sýnilega hvar væri. En
hér var samsæri á ferðinni
— og lconan min vissi það.
Faðir hennar Iiafði keypt
handa okkur nýtt hús við
helztu götu borgarinnar, Dela-
ware Avenue, búið það hús-
gögnum og ráðið matreiðslu-
mann og vinnukonur — og
okkur var ekið svona um alla
borgina, til þess að einum
sleðanum gæfist tími til að
aka nokkru af fólkinu heim
í húsið, og það átti að kveikja
á gasinu allsstaðar og hafa
tilbúinn heitan kvöldverð.
Þegar við loksins komum
þangað og ég gekk inn í þessa
álfahöll, þá sauð réttmæt
reiði min upp úr. Ég lét í
Ijós skoðun mina á þessum
vini mínum fyrir að vera
svo heimskur að koma okk-
ur fyrir í matsöluhúsi, þar
sem verðlagið væri langt fyr-
ir ofan það, sem ég gæti ráð-
ið við. Þá kom hr. Langdon
með fallega öskju, opnaði
hana og tók upp úr henni
afsalsbréf fyrir húsinu. Þessi
gamanleikur endaði svo i
glensi og við settumst að
kvöldverði.“
Sam settist að í Buffalo, vann
af áhuga, glaður og reifur, stýrði
Buffalo Express og vann að
nýrri bók, „Roughing it“, sem
byggð var á lifi hans i Vestur-
ríkjunum. En þrem mánuðum
eftir giftingu Livyar, veiktist
l’aðir hennar. Hann andaðist í
ágúst mánuði. Livy liafði hjúkr-
að honum á hinum heitu sumar-
mánuðum. Það varð henni sú
ofraun, að hún fæddi son sinn,
Langdon, fyrir tímann, í nóv-
ember. Þessi einkasonur var
viðkvæmt barn, sem aldrei
varð hraust.
Buffalo varð brátt óbærileg-
ur sorgarstaður. Heilsa Livyar
hafði beðið hnekkir við fæð-
ingu sonarins og hún gat ekki
afborið að búa i húsinu; Það
minnti hana of mikið á föður
hennar. Hún seldi húsið, og Sam
flutti með konu sína og heilsu-
veila soninn i leiguhúsnæði í
Hartford, því að i þeirri borg
áttu þau marga vini.
Sam lagði nú aftur upp i
fjögurra mánaða fyrirlestrar-
ferð. Hann lagði út af Nevada-
dögum sínum, ferðaðist borg úr
borg og kom öðrum til að hlæja.
En þessar „predikanir“, eins og
hann nefndi það, að segja gam-
ansögur kvöld eftir kvöld, var
þungbær kross fyrir mann, sem
þráði fjölskyldu sína.
Skömmu eftir heimkomuna úr
erindaflutningnum, 19. marz