Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 162
174
ÚR VAL
og var alltaf jafn óheppin með
fyrirtæki sin. Hann var örlátur
við marga námsmenn, leikara
og listamenn, sem einhvern veg-
inn varð að hjálpa af stað. Sem
sinn hluta „al' þeirri skuld, sem
sérhver hvítur maður stendur
í við sérhvern svartan mann,“
greiddi hann námskostnað negra-
stúdents, Charles W. Johnsons,
við Yate lagaskóla. Á meðal
þeirra, sem hann einhverntíma
styrkti — að ótöldum sjö nán-
ustu skyldmennum sínum, mörg-
um fjarskyldum og nauðstödd-
um vinum, voru Helen Iíeller
og Bert Harte.
Jafnframt gleypti setjaravélin
hans Paige, sem enn var „næst-
um þvi tilbúin“, stórar upphæð-
ir. 13000 dollarar höfðu farið
í gin hennar, þegar Sam bauðst
tækifæri, sem hann iðraði sár-
an að hafa ekki notað. Ottmar
Mergentaler, 31 árs gamall úr-
smiður, hafði nýlega tekið einka-
leyfi á setjaravél sinni. Fjárhags-
legir stuðningsmenn Mergen-
thalers buðust nú til að ganga
í félag við Sam um helminga-
skipti á vélum þeirra Mergen-
thalers og Paige. En bæði Paige
og Sam þvernéituðu því.
Árið 1887 varð Sam að leggja
3000 dollara að meðaltali á mán-
uði i vélina. Hún liafði nú gleypt
150000 dollara, og Sam liafði
orðið að taka stórlán.
í júni 1891, þegar Susy lauk
„rússa“-ári sinu við háskólann
í Bryn Mawr, komst Sam að
þeirri niðurstöðu, að fjárhagur
hans væri of þröngur til þess
að halda þessu stóra liúsi sinu.
I Ameríku var dýrt að lifa, en
ódýrt i Evrópu. Með tóma fjár-
hirzlu sigldi hann með fjöl-
skyldu sina til Evrópu. Susy
var 19 ára Clara 17 og Jean 11
ára, þegar hópurinn kvaddi með
döpru geði heimilið, sem þau
öll höfðu elskað.
Fyrsta árið tóku þáu á leigu
Villa Viviani, fyrir utan Flor-
ence á ítalíu. í þessu húsi lauk
Sam við „Tom Sawyer Abroad“,
„Pudd’n liead Wilson“ og liluta
af „Joan of Arc“ (Jeanne d’Arc).
Einnig ritaði hann greinar í
tímarit og dagblöð. Hann leit
varla upp frá skriftunum, jafn-
vel ekki á skipunum, sem hann
þeyttist með til og frá New
York, er hann var að útvega fé
i liið sökkvandi Webster-fyrir-
tæki og setjaravélina, sem alltaf-
var-að-verða-tilbúin.
Allar tilraunir til að bjarga
útgáfufyrirtækinu reyndust ár-
angurslausar. í kreppunni 1893
—’94 féllu mörg verzlunarfyrir-
tæki og skuldheimtumennirnir
hirtu öll verðmæti, sem fyrir
hendi voru. Þegar Mount Morris-
hankinn krafðist skilyrðislaust
greiðslu á skuldabréfum, sem