Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 27
25
FUGLINN, SEM VAR HÁTT Á 4. METRA Á HÆÐ
vakti grun um að einhver hæfa væri
til í honum. Enginn skyldi því full-
yrða nokkuð að svo stöddu. Það þarf
að leita betur áður en fulnaðar-
dómur verður upp kveðinn. Samt
er víst óhætt að gera ráð fyrir að
enginn fugl sé eftir að þeim sem
voru 3,50 m. á hæð eða hærri.
Það þykir ýmsum benda til að
ekki séu móafuglarnir með öllu út-
dauðir, að 1948 fannst fugl, sem kall-
aður er notronis eða takahe. Þessi
tegund var haldin vera útdauð,
þangað til fáeinir fuglar fundust
í afskekktum dal, sem kallast Píra-
mídadalur fyrir tæpum 18 árum.
Ef til vill styður þetta orðróminn,
ef til vill ekki. Samt er það vottur
þess, að ekki er enn allt fullkann-
að á Nýja-Sjálandi.
Einn af hinum ófleygu fuglum
á þesu landi hét aptornis, og var um
90 cm á hæð, og skyldur skógar-
hænu, og cnemiornis, ófleyg gæs.
Harpagornis, háfættur fugl, lítið
fleygur, með sína smáu og marg-
litu vængi, var í þann vegin að
verða ófleygur, þegar hann hvarf,
og eru nú litlar líkur til að hann
finnist á lífi.
En nú er. notornis á lífi og kiwi
og kakapú, þetta er eftir af allri
ófleygu fuglamergðinni á Nýja-Sjá-
landi. En nú eiga þessir fuglar að
mæta innfluttum dýrum, hundum,
Kiwi fugl, tákn lands og þjóðar á Nýja-Sjálandi.