Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
hópuðust svo umhverfis þá.
Námumennirnir og iðnverkamenn-
irnir í Airedalnum voru ekki ánægð-
ir með það hundakyn, sem þá var
þar fyrir hendi. Þeir tóku því að
rækta nýtt hundakyn, sem betur
var fallið tii bardaga, sterkara og
grimmara. Þeir byrjuðu með skap-
mikla veiðihunda af „terrier“-kyni,
sem voru algengir í West-Riding-
héraði, blönduðu þá öðru „terrier“-
kyni, svokölluðum „bull-terrier“
(nauta-terrier) og blönduðu svo af-
sprengi þessara tveggja hundakyna
oturveiðihundinum (otter hound) og
öðrum hundakynjum. Og þau af-
sprengi voru nákvæmlega eins og
hundaræktarmennirnir óskuðu, þ.e.
a.s. sannkallaðir áflogahundar,
grimmir í skapi og mjög viðskota-
illir.
Þar sem hér var fremur um á-
hugamenn í hundarækt að ræða en
atvinnumenn, var Airedalehundur-
inn alls ekki hreinræktaður í fyrstu,
heldur var um mörg afbrigði hans
að ræða. Hann var með veiðihunda-
eyru og litbrigði hans voru mjög
fjölbreytileg. Sumir voru ljósir, aðr-
ir svartir. Feldur sumra var slétt-
ur, en aðrir voru úfnir og hárin
fremur stíf. Síðar hreinræktuðu at-
vinnumenn í hundarækt svo Aire-
dalehundinn. Bætt var úr hinum
ofboðslegu skapgöllum hans, feld-
urinn varð svipaður á þeim öllum.
eyrun voru stytt, og þannig skap-
aðist það Airedalehundakyn. sem nú
er algengt.
Hupdaræktunarmenn hafa ráðið
hæð, byggingarlagi og hauskúpulagi
margra annarra hundategunda en
Airedalehundsins. Bolabíturinn var
ræktaður í þeim tilgangi einum að
fást við naut á leikvöngum. Og
„bull-terrier“ var einnig ræktaður
með það fyrir augum, að hann yrði
góður áflogahundur.
Þegar þessar opinberu viðureign-
ir hunda og nauta voru bannaðar,
urðu héraveiðar vinsælar. Gráhund-
urinn var fyrst notaður í þeim til-
gangi, en það hundakyn hefur ver-
ið sem sagt óbreytt í 4000 ár. En
það var fremur erfitt og óþægilegt
í framkvæmd að rækta og ala upp
heila hópa barna og gráhunda undir
sama kofaþakinu.
Vandamál þetta var leyst með
því að fá fram miklu minni gerð
gráhunds með nýrri ræktun, hinn
svokallaða „snap dog“ (glefshund),
sem kaliaður var „whippet". Þessi
frái, litli hundur hlaut brátt frægð
og frama. Komið var á laggirnar
hundaveðhlaupum og veitt töluvert
há verðlaun. Menn sáu fljótt, að
það gat verið mikið upp úr þessu
að hafa, og því tóku margir að
rækta þetta hundakyn í stórum stíl.
Vinnuhundar. Lífsbarátta mann-