Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
„Við ætlum allir út. Farið þið
bara rólega, bara rólega. Einn í
einu“, endurtók hann í sífellu, og
þeir hófu sig hver á fætur öðrum
upp um lúgugatið. Faðir O'Calla-
han var að reyna að komast út á
flugþiifarið. Þar voru hinir særðu.
Hann gekk lengra aftur eftir, og
þar rakst hann á eina tylft særðra
manna! Hann beygði sig ofan að
þeim hverjum á fætur öðrum. Ka-
þólskur? Gyðingur? Mótmælandi?
Það hafði hann enga hugmynd um.
„Farðu með iðrunar og fyrirgefn-
ingarbæn, drengur minn“, muldraði
hann. Stundum litu mennirnir á
hann skilningssljóir. „Hafðu þetta
eftir mér, sonur sæll: „Ó guð minn,
mig tekur það innilega sárt að hafa
móðgað þig ... “
Hann gekk frá einum til annars,
og þeim, sem auðsjáanlega voru á
andarslitrunum, veitti hann synda-
kvittun.
Hver einasti maður á skipinu átti
eitthvað sameiginlega með Joseph
Timothy O'Callahan. Hann talaði
þeirra tungumál, þeir dáðu hann og
vissu, að hann var vinur þeirra án
tillits til trúarbragða þeirra. Ef ein-
hverjum varð eitthvað á, var hann
alltaf reiðubúinn til að bera blak
af honum. Auk þess var hann meira
en prestur, á einhvern hátt. Jú, því
að hann spilaði póker við þá, og
samdi lög fyrir hljómsveitina, og í
höfn fékk hann sér bjórglas með
þeim. „Hann trúir á tvennt", voru
þeir vanir að segja. „Hann trúir á
guð og þann sem skráður er í her-
inn“.
um manna hina síðustu þjónustu;
Faðir 0‘Callahan hafði veitt tug-
hann hafði beðizt fyrir með hinum
særðu, og nú hafði hann lokið því
í bili. Skörp gola frá stjórnborðs-
hlið blés reykjarmekkinum frá, og
úr brúnni sá Gehres skipstjóriklerk-
inn stjóma brunaslöngu.
Heitar sprengjur ultu fram og
aftur um þilfarið. Þær voru allar
virkar, þ.e.a.s. þær mundu springa
við snarpa snertingu. O'Callahan
stjórnaði slöngu sinni og benti
mönnunum á þær. Hann vissi að ef
hin kraftmikla vatnsbuna lenti ein-
hvern tíma á viðkvæmu nefi
sprengjanna, mundu þær springa.
Fimlega beindi hann bununni á þil-
farið, svo sem eitt fet frá sprengj-
untim og bókstaflega vökvaði og úð-
aði þær, svo að þær héldust kald-
ar, jafnvel þótt eldurinn geisaði að-
eins tæpt fet frá þeim og þær væra
stundum svo huldar af reyknum, að
hann sæi þær ekki.
Jurika ritaði: „Menn börðust við
eldinn á flugþilfarinu af miklu hug-
rekki og einbeittni. O'Callahan var
allsstaðar, stjórnaði mönnum, veitti
deyjandi mönnum síðustu þjónustu,
stjórnaði brunaslöngum, og vann á
við tíu manns“.
Eldurinn var rétt að komast í
skotfærageymslu, fulla af hand-
sprengjum. 0‘Callahan sá hættuna
og ruddist inn í geymsluna og hróp-
aði á menn að fylgja sér. Málning-
in í skotfæraklefunum var hlaupin
í blöðrur af hitanum og þykkur,
grænleitur reykur gaus út úr klef-
unum. Klerkurinn bleytti klefana
og sprengjurnar og hjálpaði til að
bera þær út og fleygja þeim fyrir
borð.
„Klerkurinn lofar drottinn og ryð-