Úrval - 01.04.1966, Side 52

Úrval - 01.04.1966, Side 52
50 ÚRVAL „Við ætlum allir út. Farið þið bara rólega, bara rólega. Einn í einu“, endurtók hann í sífellu, og þeir hófu sig hver á fætur öðrum upp um lúgugatið. Faðir O'Calla- han var að reyna að komast út á flugþiifarið. Þar voru hinir særðu. Hann gekk lengra aftur eftir, og þar rakst hann á eina tylft særðra manna! Hann beygði sig ofan að þeim hverjum á fætur öðrum. Ka- þólskur? Gyðingur? Mótmælandi? Það hafði hann enga hugmynd um. „Farðu með iðrunar og fyrirgefn- ingarbæn, drengur minn“, muldraði hann. Stundum litu mennirnir á hann skilningssljóir. „Hafðu þetta eftir mér, sonur sæll: „Ó guð minn, mig tekur það innilega sárt að hafa móðgað þig ... “ Hann gekk frá einum til annars, og þeim, sem auðsjáanlega voru á andarslitrunum, veitti hann synda- kvittun. Hver einasti maður á skipinu átti eitthvað sameiginlega með Joseph Timothy O'Callahan. Hann talaði þeirra tungumál, þeir dáðu hann og vissu, að hann var vinur þeirra án tillits til trúarbragða þeirra. Ef ein- hverjum varð eitthvað á, var hann alltaf reiðubúinn til að bera blak af honum. Auk þess var hann meira en prestur, á einhvern hátt. Jú, því að hann spilaði póker við þá, og samdi lög fyrir hljómsveitina, og í höfn fékk hann sér bjórglas með þeim. „Hann trúir á tvennt", voru þeir vanir að segja. „Hann trúir á guð og þann sem skráður er í her- inn“. um manna hina síðustu þjónustu; Faðir 0‘Callahan hafði veitt tug- hann hafði beðizt fyrir með hinum særðu, og nú hafði hann lokið því í bili. Skörp gola frá stjórnborðs- hlið blés reykjarmekkinum frá, og úr brúnni sá Gehres skipstjóriklerk- inn stjóma brunaslöngu. Heitar sprengjur ultu fram og aftur um þilfarið. Þær voru allar virkar, þ.e.a.s. þær mundu springa við snarpa snertingu. O'Callahan stjórnaði slöngu sinni og benti mönnunum á þær. Hann vissi að ef hin kraftmikla vatnsbuna lenti ein- hvern tíma á viðkvæmu nefi sprengjanna, mundu þær springa. Fimlega beindi hann bununni á þil- farið, svo sem eitt fet frá sprengj- untim og bókstaflega vökvaði og úð- aði þær, svo að þær héldust kald- ar, jafnvel þótt eldurinn geisaði að- eins tæpt fet frá þeim og þær væra stundum svo huldar af reyknum, að hann sæi þær ekki. Jurika ritaði: „Menn börðust við eldinn á flugþilfarinu af miklu hug- rekki og einbeittni. O'Callahan var allsstaðar, stjórnaði mönnum, veitti deyjandi mönnum síðustu þjónustu, stjórnaði brunaslöngum, og vann á við tíu manns“. Eldurinn var rétt að komast í skotfærageymslu, fulla af hand- sprengjum. 0‘Callahan sá hættuna og ruddist inn í geymsluna og hróp- aði á menn að fylgja sér. Málning- in í skotfæraklefunum var hlaupin í blöðrur af hitanum og þykkur, grænleitur reykur gaus út úr klef- unum. Klerkurinn bleytti klefana og sprengjurnar og hjálpaði til að bera þær út og fleygja þeim fyrir borð. „Klerkurinn lofar drottinn og ryð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.