Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 109
SÍÐASTA ORRUSTAN
107
herdeildin hafði til umráSa. Her-
mennirnir áttu sem sé að grípa allt,
sem heitið gat, að væri á hjólum og
hreyfðist. Og nú æddi þessi her-
deild áfram, og innan um farartæki
hennar gat að líta hertekin þýzk
farartæki í miklu úrvali, sem höfðu
verið máluð upp á nýtt í grænum
hvelli. Þar voru þýzkir jeppar og
liðsforingjabílar, mótorhjól og jafn-
vel strætisvagnar og langferðabíl-
ar. Og í fararbroddi var annar
tveggja brunaliðsbíla, sem hertekn-
ir höfðu verið og voru í miklu upp-
áhaldi. Utan á honum hengu hvar-
vetna hermenn, og aftan á honum
gat að líta geysistóran fána með
áletruninni: „Næsti viðkomustaður:
Berlín“.
Árás og framsókn.
Ákvörðun Hitlers um að berjast
fyrir vestan Rín fremur en að leyfa
illa útleiknum hersveitum sínum að
hörfa yfir Rín og taka sér þar varn-
arstöðu á eystri bakkanum, hafði
kostað Þjóðverja um 20 fullkomn-
ar herdeildir. Næstum 300.000 her-
menn höfðu verið teknir þar til
fanga og um 60.000 drepnir eða
særðir. Nú voru aðeins 26 fullkomn-
ar herdeildir eftir í vesturhéruðun-
um, og meðal þeirra ríkti nú ring-
ulreið. Þær skorti skotfæri og fjar-
skipta- og samgnögukerfi þeirra var
í molum. Einnig skorti þær mjög
eldsneyti og farartæki.
Og einni viku eftir að sóknin yf-
ir Rín hófst, voru herir Banda-
manna þegar teknir að umlykja síð-
asta þýzka virkið, sem nokkru máli
skipti: hinn vel varða Ruhrdal,
kjarna hins þýzka iðnaðar. Þrír her-
ir Bandamanna lögðu skyndilega
lykkju á leið sína í þessum tilgangi.
I norðri breytti 9. bandaríski her-
inn (sem var hluti af stórher Mont-
gomery), snögglega um stefnu og
hélt í suðaustur í stað þess að halda
áfram beint í austur. í suðri beygðu
1. og 3. bandarísku herirnir, sem
voru undir stjórn Bradleys, og
héldu nú í norðausturátt til þess að
mæta hinum herjunum og um-
kringja þannig Ruhrdalinn.
Sóknin yfir Rín og taka Ruhr-
héraðsins höfðu alltaf verið álitin
mjög þýðingarmikil hernaðarleg
markmið, en einnig erfið viðureign-
ar, þegar um var að ræða allsherj-
aráætlun um sigur yfir Þýzkalandi.
Ruhrhéraðið er um 70 mílur á lengd
og 55 mílur á breidd eða næstum
4.000 fermílur og næstum allt þak-
ið kolanámum, olíuhreinsunarstöðv-
um, stálsteypum og vopnaverk-
smiðjum og öðrum verksmiðjum.
Upphaflega var álitið, að það
mundi taka nokkra mánuði að ná
Ruhrhéraðinu. En það hafði verið
fyrir þýzka ósigurinn við Rín. Nú
gekk afkróunarsóknin svo leiftur-
hratt, að yfirmenn herdeildanna
töluðu um að ljúka henni á nokkr-
um dögum. Þannig mundi þeim tak-
ast að inniloka Þýzkt lið, sem nam
hvorki meira né minna en 21 her-
deild, sem var meira lið og hafði
meiri útbúnaði að ráða en Rússar
höfðu tekið í orrustunni við Stalin-
grad. Og þegar búið væri að inn-
sigla Ruhrhéraðið, yrði Þýzkaland
alls ekki nógu sterkt til þess að
geta dregið nokkuð úr framsókn
Bandamanna.
En þrátt fyrir þessa atburðarríku