Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 101

Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 101
SÍÐASTA ORRUSTAN 99 að ganga úr skugga um, hvort það er í samræmi við svæðiskiptingu þá, sem ég tók ákvörðun um fyrir mörg- um mánuðum". Embættismenn Inn- anríkisráðuneytisins botnuðu ekki neitt í neinu. Þeir vissu sem sé ekki, hvaða ákvarðanir Roosevelt hafði tekið í máli þessu. Nú var hringt fram og aftur, og síðan heyrðist frá Roosevelt. „Ég er ósamþykkur brezku uppástung- unni um skiptingu hernámssvæð- anna“, skrifaði hann alveg afdrátt- arlaust í orðsendingu til Innanríkis- ráðuneytisins. Hann mótmælti enn einu sinni ákveðið fyrirætlunum um stærð hins fyrirhugaða bandaríska svæðis og endurtók jafnvel enn á- kveðnar skoðanir sínar, sem hann hafði skýrt hernaðarlegum ráðgjöf- um sínum frá um borð í „Iowa“. Þessi orðsending forsetans var em- bættismönnum Innanríkisráðuneyt- isins sem sannkölluð opinberun. Roosevelt þumbaðist enn við og vildi ekki samþykkja brezku tillög- urnar. En það var bráðnauðsynlegt að taka einhverja ákvörðun hið fyrsta, og atburðarásin þvingaði hann vil þess að breyta um afstöðu síðari hluta marzmánaðar árið 1944. Þá sagði hann, eftir að hafa athug- að brezku tillögurnar vandlega enn einu sinni: „Þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, býst ég við, að þetta sé líklega sanngjörn ákvörðun". Hann samþykkti hið fyrirhugaða sovézka hernámssvæði og áætlun- ina í heild, en samt með einu skil- yrði: Bandaríkin yrðu að fá norð- vesturhluta Þýzkalands. Winant sendiherra vildi, að á- kvörðun yrði einnig tekin um enn eitt atriði, áður en hann skýrði Ráð- gjafanefnd Evrópu frá þessari nýju afstöðu Bandaríkjanna. Bretar sáu ekki fram á nein vandamál, hvað snerti greiðan aðgang Vesturveld- anna að Berlín. Sama var að segja um Gusev. En bandaríska Innanrík- isráðuneytið vildi tryggja slíkan greiðan aðgang að borginni fyrir hinar vestrænu liðsveitir og hafði samið áætlun um mjótt belti, sem tengja skyldi Berlín við vestrænu hernámssvæðin í vesturhluta Þýzka- lands. Winant áleit líka, að það væri mjög þýðingarmikið, að sam- þykkt væru fyrirfram ákvæði um „samgöngubelti" þetta, þar sem tryggðar væru greiðar samgöngur með járnbrautum, á vegum og í lofti. En sú deild bandaríska Her- málaráðuneytisins, sem fjallar um borgaraleg málefni, snerist algerlega öndverð gegn þessum tillögum Win- ants og hélt því fram í svari sínu, að „samgöngur við Berlín væru hvort eð er alvarlega hernaðarlegt framkvæmdaatriði" og yfirmenn hernámsliðanna á hverju svæði mundu sjá um þá framkvæmd. Og hina örlagaþrungnu mánuði árið 1944, þegar brezkar og banda- rískar hersveitir streymdu yfir til meginlandsins og tóku að sækja í áttina til Þýzkalands, hélt Roosevelt enn fast við kröfu sína, en Churc- hill sýndi sömu þrákelknina og neit- aði að slaka til, hvað brezka her- námssvæðið snerti. Lokaákvörðun var ekki tekin, fyrr en þeir Roose- velt og Churchill hittust á fundin- um í Quebec í Kanada í september árið 1944. Þá var Roosevelt orðinn gerbreytt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.