Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 34
Heimspekingur, skáld,
stjómfrœðingur, eða ætlar hann
að sigra lieminn?
Eftir Gordon Waterfield.
„BYLTING ei' ekki það
sama og að bjóða fólki
til miðdegisverðar eða
semja ritgerð eða föndra
við ísaum; bylting er...
ofbeldisverknaður, sem er í því fólg-
inn, að ein 'stétt kollvarpar ann-
arri.“
Þannig skrifaði Mao Tse-Tung,
bóndinn, skáldið, heimsspekingur-
inn, skæruliðaforinginn, hugsjóna-
maðurinn og stjórnfræðingurinn eft-
ir tuttugu og fimm ára harða bar-
áttu. Bylting hans heppnaðist og
hann varð æðsti stjórnandi sjö
hundruð milljón Kínverja í október-
mánuði 1949.
Mao er fæddur 26. desember 1893
í Hunanhéraði í Kína. Hann er af
bændafólki kominn, og þegar á
stúdentsárunum varð honum ljóst,
að einungis með byltingu var unnt
að bæta kjör bændanna, en þeir
lifðu yfirleitt við sult og seyru, þó
að þeir þræluðu myrkranna á milli.
Hann gerði sér einnig grein fyrir
því, að bændastéttin bjó yfir ó-
hemju þrótti, sem hægt var að nýta
og skipuleggja í þágu byltingar.
í stað þess að bera tað á rísakra
föður síns, lá Mao í bókum, las
sögu Kína og frásagnir af hetjum
og stigamönnum. Hann fræddist um
Taipinguppreisnina, sem gerð var
til að bæta hag bændanna, en for-
ingjar þeirrar uppreisnar höfðu orð-
ið fyrir áhrifum frá Kristindóminum
og hugðust koma á einskonar sam-
eignarskipulagi eða kommúnisma í
sveitunum. Þessi uppreisn stóð frá
1850—65, en var þá barin misk-
unnarlaust niður af Manchu-yfir-
stéttinni. Hann las um Sun Yat-sen,
lærisvein Taipinguppreisnarmann-
32
100 Great Lifs