Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 113
SÍÐASTA ORRUSTAN
111
um sínum fyrir utan torgsölur og
verzlanir, reyndu nú af miklum
myndugleika að ná aftur sínum fyrri
stöðum í röðinni.
Beðið eftir skipun um árás.
Meðfram endilöngum Austurvíg-
stöðvunum voru rússnesku herirnir
að safnast saman og taka sér stöðu
fyrir hina miklu sókn til Berlínar.
Yfirmönnum sovézku herjanna var
meinilla við þessa töf. Oderfljót var
mikil hindrun, og vorleysingarnar
voru seint á ferðinni. Töluverður
hluti árinnar var því enn þakinn
ís. Handan hennar biðu svo þýzku
varnirnar, neðanjarðarbyrgi, jarð-
sprengjusvæði, skriðdrekagryfjur og
jarðhýsi fyrir byssur stórskotaliðs-
ins. Og nú styrktust þessar þýzku
varnir með hverjum degi.
Enginn var ákafari í að komast
af stað en hinn 50 ára gamli hers-
höfðingi Vasili Chuikov, yfirmaður
hins frækna 8. hers og frægur fyrir
stjórn hinna hetjulegu. varna við
Stalingrad. Hann kenndi hinum
vestrænu bandamönnum Rússa um
töf þessa. Eftir þýzku sóknina í Ar-
dennafjöllum höfðu þeir beðið Stal-
in að koma þeim til hjálpar með
því að hraða sókn Rauða hersins í
vesturátt. Stalin hafði samþykkt
þetta og hafið rússnesku sóknina í
Póllandi fyrr en áætlað hafði verið.
Sovézka framsóknin var svo hröð,
að þegar hermennirnir náðu til Od-
erfljóts, voru þeir komnir úr öllu
sambandi við birgðastöðvar og fjar-
skiptastöðvar. Að áliti Chuikovs
hefðu þeir „annars getað haldið á-
fram til Berlinar strax í febrúar“.
Nú höfðu þeir því þurft að koma á
sambandi við aðrar herdeildir,
tryggja sér birgðir, treysta stöðu
sína, skipuleggja stöðu herjanna og
undirbúa þannig lokasóknina. En
hlé þetta hafði einnig veitt Þjóð-
verjum tveggja mánaða frest til
þess að skipuleggja varnir sínar.
Chuikov var því bitur í skapi.
Mikhail Katukov hershöfðingi, yf-
irmaður 1. skriðdrekahersins, var
ekki síður ákafur í að sóknin skyldi
hefjast, en samt var hann þakklát-
ur fyrir þennan frest. Menn hans
þörfnuðust hvíldar, og viðgerða-
deildir hans þurftu að fá tækifæri
og svigrúm til þess að gera við og
yfirfara hin brynvörðu farartæki,
skriðdreka og aðrar vígvélar. „Sé
dregin bein lína, hafa skriðdrekar
þessir farið 570 kílómetra leið“, sagði
hann við Andreya Getman hershöfð-
ingja, sem var einn helzti aðstoðar-
maður hans. „En mælarnir í þeim
sýna aftur á móti 2.000 kílómetra
akstur. Maðurinn hefur engan kíló-
metramæli, og enginn veit, hversu
mikið slit hefur átt sér stað í lík-
ama hans“.
Getman samþykkti þessa athuga-
semd. Hann svaraði: „Stafróf stríðs-
ins skýrir okkur frá því, félagi hers-
höfðingi, að sigurinn náist ekki með
töku borgarinnar heldur með því
að eyðileggja óvininn. Þessu gleymdi
Napóleon árið 1812. Og hann missti
Moskvu úr greipum sér“.
Mennirnir ólu ekki með sér nein-
ar tálvonir um hinn örvæntingar-
fulla bardaga, sem framundan var.
Marskálkunum þrem, þeim Zhukov,
Rokossovskii og Ko'niev, höfðu bor-
izt uggvænlegar fréttir. Samkvæmt
upplýsingum frá könnunarsveitum