Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
styttingu á fangelsisdómum, og að
auki 30 cent á dag á tilraunatíma-
bilinu. Meira en fjórði hver maður
af hópnum veiktist af lifrarbólgu.
Við hundaæði (rabies) er ekki
þekkt nein lækning, þrátt fyrir það
fengust 46 sjálfboðaliðar í Angola-
fangelsinu í Louisiana til þess að
láta gera á sér tilraunir með bólu-
setningu, án þess að þeim væri boð-
ið neitt endurgjald. Betrunarhús
Ohiofylkis veitir sjálfboðaliðum
ekkert endurgjald, en fær þó ávalt
fleiri sjálfboðaliða en þörf er á.
í Sing Sing fangelsinu leyfðu 62
menn að þeir væru smitaðir af
sárasótt (syfilis) með innspýtingu,
þótt þeir vissu fyrirfram að þeir
fengju ekkert í launaskyni annað en
að þess yrði getið á skýrslum þeirra
og nokkrar smágjafir.
Þeir menn, sem tóku þátt í pell-
agratilraunum Josephs Goldbergs
1915, hlutu allir fulla náðun. Til-
raunasjálfboðaliðar meðal fanga
kunna í dag ekki að fá annað að
launum en forréttindi til að
„skemmta sér“ nokkrum sinnum,
fáeina dollara í skotsilfur og viður-
kenningarskjal. Þó að fáir mundu
nota guðrækilegt orðfæri til að lýsa
tilfinningum sínum, bjóðast margir
til að vera tilraunadýr, sem eins
konar yfirbót.
Sjálfboðaliðar hafa af því nokk-
urn óbeinan hagnað. Fangar með
iðnfræðimenntun fá æfingu, sem
eykur líkur þeirra til að fá atvinnu,
þegar fangavistinni lýkur. Tveir vel
launaðir starfsmenn við stóran há-
skóla í Miðvesturríkjunum komu
frá betrunarhúsinu í Joliet. Annar
fyrrverandi fangi frá sömu stofnun
er nú umsjónarmaður aðstoðar-
fólks á rannsóknarstofu Suður-
ríkjaháskóla. Jafnvel áður en þeir
hafa lokið fangavist sinni og öðlazt
frelsi, hafa sumir hlotið viðurkenn-
ingu frá American Board of Me-
dical Technicians (Ráð aðstoðar-
fólks á amerískum læknirannsókn-
arstofum).
Menn, sem taka þátt í tilraun-
um í fangelsum hljóta líkamlega
rannsókn, sem kosta mundi 500 doll-
ara utan fangelsis. Tilraunastjórar
(supervisors) hafa samið nákvæma
ar reglur til skilgreiningar á leyfi-
legum læknisfræðitilraunum. Sum-
ir þeirra vitna í ummæli Piusar XII
frá 1952: „Að öllu athuguðu er það
ekki lokaákvörðun mannlegs per-
sónuleika að vera til þjónustu fyrir
samfélagið, þvert á móti á samfél-
agið að vera í þjónustu mannsins."
í samræmi við þá meginreglu
takmarkar sambandsstjórnin þátt-
töku slíkra sjáKboðaliða við menn
í óaðfinnanlegu líkamlegu ástandi
og andlegu jafnvægi, svo að þátt-
taka þeirra í tilraununum valdi þeim
ekki neinum andlegum truflunum.
Aður en tilraunirnar hefjast, er
þeim skýrt frá þeim áhættum, ó-
þægindum og erfiðleikum, sem þeir
eiga í vændum. Sjálfboðaliðum
er frjálst að ganga úr skaftinu hve-
nær sem þeim sýnist. Að tilraun-
inni lokinni, eru þeir rannsakaðir
nákvæmlega, og þeim er ekki sleppt
undan lækniseftirliti fyrr en þeir
eru lausir við allar skaðlegar af-
leiðingar.
Það ætti að auka slíkar tilraunir.
Nútíma lyf eru kröftugri en nokkru
sinni fyrr. Það er meiri hætta á