Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
var 21. hersamsteypa Montgomery,
svo kom 12. stórherinn undir stjórn
Bradleys hershöfðingja og í suðri
var 6. stórher Devers hershöfðingja.
Til samans töldust til þeirra 7 full-
komnir herir, 85 risavaxnar her-
deildir, þar af 5 flugdeildir og 23
brynvarðar deildir, þ.e.a.s. mestur
hluti herafla Vesturveldanna, sem
nam samtals 4,6 milljónum manna.
Og alls staðar gat að líta hvít frið-
arflögg af ýmsu tagi, er þeir flæddu
inn í þýzka ríkið til þess að ráða
niðurlögum þess. Hvít lök, hand-
klæði og alls konar hvítar druslur
hengu hvarvetna. Undrandi Þjóð-
verjar stóðu hvarvetna í dyrum og
við brotna glugga í þorpum og borg-
um og virtu agndofa fyrir sér þann
risajötunn, sem æddi nú yfir land
þeirra. Eftir öllum vegum flæddu
skriðdrekasveitir, alls konar stór-
skotaliðstæki og vagnar, brynvarðir
bílar, byssuflutningabifreiðir, fall-
byssur á hjólum, skotfæraflutninga-
bílar, sjúkrabifreiðir, risastórir
olíu- og bensín bílar, geysistórar dies
elvörubifreiðir, sem drógu á eftir
sér vagna, sem hlaðnir voru brú-
arhlutum, flotbrúm, brynvörðum
jarðýtum, jafnvel lendingarbátum
og prömmum. Og svo kom hver
flóðbylgja liðsveita á eftir annarri,
aftan á vörubílum og brynvörðum
bifreiðum, þrammaði við hlið far-
artækjanna eða eftir nærliggjandi
ökrum.
Þessir menn og þessi tæki mynd-
uðu í sameiningu stórkostlega skrúð-
göngu, og í miðri göngunni voru
vígfánar og liðsveitamerki, sem fræg
höfðu orðið í sögunni. Þar gat að
líta fána liðssveitanna, sem höfðu
varið undanhaldið við Dunkirk, er
hernum var bjargað yfir til Eng-
lands. Þar voru fylkingar „skeggj-
aðra landgönguliða" úr sveit Lov-
ats lávarðar með grænar, upplitað-
ar húfur. Þetta voru mennirnir, sem
höfðu ráðizt á land og höggvið
strandhögg á ströndum óvinanna á
dimmustu tímum stríðsins. Þar voru
harðgerir Kanadamenn úr hinni
frægu 2. herdeild, sem hafði geng-
ið á land í Dieppe og sett á svið
blóði drifna æfingu fyrir allsherj-
arinnrásina í Normandí. Og í röð-
um brynvörðu deildanna gat að líta
nokkrar af hinum upphaflegu „Eyði-
merkurrottum" 7. brynvörðu her-
deildarinnar, sem höfðu hjálpað til
þess að ráða niðurlögum Rommels
og manna hans á eyðisöndum Norð-
ur-Afríku.
í hinni bandarísku flóðbylgju gat
að líta herdeildir, sem báru hin
furðulegustu og skrautlegust nöfn,
svo sem „Fighting 69th“, „Railsplitt-
ers“ í 84. fótgönguliðinu og svo 2.
brynvörðu herdeildina, sem bar
nafnið „Helvíti á hjólum“. Þar gat
einnig að líta 1. herdeildina „Þá
Stóru Rauðu“, sém hafði haldið
dauðahaldi í örmjóa strandlengju í
Normandí, þegar allt virtist glatað
í upphafi innrásarinnar, þ.e. Omaha-
ströndina.
Ein deildin, hin fræga 83. fót-
gönguherdeild, hafði nýlega hlotið
viðurnefnið „The Rag-Tag Circus“
(Tötrasirkusinn). Hinn ráðagóði yf-
irmaður hennar, Robert Macon hers-
höfðingi, hafði gefið herdeildinni
skipun um að taka öll þau farartæki,
sem á leið hennar yrðu, og bæta
þeim í hóp farartækja þeirra, sem