Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 74

Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 74
72 ÚKVAL þótti gaman að hitta gömlu kunn- ingjana í þessu skemmtilega um- hverfi, og hann hafði mjög mik- inn áhuga á öllu því, er snerti stríð- ið, þar á meðal baráttuþreki fólks. Hann langaði alveg sérstaklega að vita, hvar Hitler væri niður kom- inn þessa stundina. En þrátt fyrir allar spurningarn- ar, sem þyrluðust um í huga hans, vissi hann samt ýmislegt, sem gert hefði nágranna hans furðulostna. Þessi Svíi, sem var svo góður Berl- ínarbúi, var sem sagt meðlimur OSS, þeirrar njósnaþjónustu Bandaríkja- manna, sem geysileg leynd hvílir yfir. Hann var njósnari Banda- manna. Séra Bernhard Happich hjólaði rösklega eftir götum Dahlem, sem fullar voru af alls kyns rusli og grjóthrúgum. Viðkvæmt vandamál hafði valdið honum miklum áhyggj- um undanfarnar vikur. Nú hafði hann loks tekið ákvörðun. Þessi hálfsextugi, kaþólski prest- ur var einnig lærður læknir. Skyldu- störf hans voru því margvísleg. Með- al annars var hann prestur við Haus Dahlem, fæðingarheimili og mun- aðarleysingjahæli, sem Trúboðssyst- ur Heilags Hjarta ráku. Faðir Happ- ich hafði fyrir löngu orðið sann- færður um, að Hitler og hin rudda- lega nýskipan hans, sem einkennd- ist af ofbeldi, hlyti brátt að líða und- ir lok. Berlínarborg var dauða- dæmd. Hvað yrði þá um Haus Dahl- em og hinar góðu systur þar? Flótta- fólk, sem flúið hafði undan sókn Rússa, hafði skýrt honum frá ógn- unum, sem nú dyndu yfir fólk í austurhluta Þýzkalands. Hann var viss um, að margar frásagnirnar voru ýktar. En hann vissi líka, að sumar voru sannar. Faðir Happich hafði nú loks ákveðið að vara Cun- igundis abbadís og nunnurnar við, hvað vera kynni í vændum. Og nú varð hann að finna hin réttu orð, sem nota skyldi til þess að skýra frá þessu. Hvernig á að skýra 60 saklausum nunnum og hjúkrunar- systrum frá því, að þær eigi það brátt á hættu, að þeim verði nauðg- að? Hjól endurgjaldsins. Óttinn við kynferðilegt ofbeldi lá eins og mara á Berlínarborg, því að hún var nú orðin borg kvenna fyrst og fremst. í byrjun stríðsins höfðu borgarbúar verið 4.321.000 talsins. En sú tala hafði lækkað talsvert vegna dauðsfalla af völdum loftár- ása, herkvaðningar manna og kvenna og brottflutnings einnar milljónar borgara, sem höfðu sam- þykkt að flytjast burt til öruggari svæða í sveitum landsins á árun- um 1943—1944. Hernaðaryfirvöldin áætluðu, að borgarbúar væru nú um 2,7 milljónir og var þá aðeins mið- að við óbreytta borgara. Og af þess- um 2,7 milljónum voru hvorki meira né minna en 2 milljón konur. Flóttafólk úr austurhéruðunum, sem flúði í gegnum Berlín á leið vestur, skýrði frá því, að fremstu sóknarsveitir Rússa væru undir góð- um aga og kæmu vel fram, en að liðssveitir þær, sem á eftir þeim kæmu, væru annars eðlis. Þar væri um að ræða stjórnlausan lýð, hálf- gerðan ruslaralýð. Þær liðssveitir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.