Úrval - 01.04.1966, Side 74
72
ÚKVAL
þótti gaman að hitta gömlu kunn-
ingjana í þessu skemmtilega um-
hverfi, og hann hafði mjög mik-
inn áhuga á öllu því, er snerti stríð-
ið, þar á meðal baráttuþreki fólks.
Hann langaði alveg sérstaklega að
vita, hvar Hitler væri niður kom-
inn þessa stundina.
En þrátt fyrir allar spurningarn-
ar, sem þyrluðust um í huga hans,
vissi hann samt ýmislegt, sem gert
hefði nágranna hans furðulostna.
Þessi Svíi, sem var svo góður Berl-
ínarbúi, var sem sagt meðlimur OSS,
þeirrar njósnaþjónustu Bandaríkja-
manna, sem geysileg leynd hvílir
yfir. Hann var njósnari Banda-
manna.
Séra Bernhard Happich hjólaði
rösklega eftir götum Dahlem, sem
fullar voru af alls kyns rusli og
grjóthrúgum. Viðkvæmt vandamál
hafði valdið honum miklum áhyggj-
um undanfarnar vikur. Nú hafði
hann loks tekið ákvörðun.
Þessi hálfsextugi, kaþólski prest-
ur var einnig lærður læknir. Skyldu-
störf hans voru því margvísleg. Með-
al annars var hann prestur við Haus
Dahlem, fæðingarheimili og mun-
aðarleysingjahæli, sem Trúboðssyst-
ur Heilags Hjarta ráku. Faðir Happ-
ich hafði fyrir löngu orðið sann-
færður um, að Hitler og hin rudda-
lega nýskipan hans, sem einkennd-
ist af ofbeldi, hlyti brátt að líða und-
ir lok. Berlínarborg var dauða-
dæmd. Hvað yrði þá um Haus Dahl-
em og hinar góðu systur þar? Flótta-
fólk, sem flúið hafði undan sókn
Rússa, hafði skýrt honum frá ógn-
unum, sem nú dyndu yfir fólk í
austurhluta Þýzkalands. Hann var
viss um, að margar frásagnirnar
voru ýktar. En hann vissi líka, að
sumar voru sannar. Faðir Happich
hafði nú loks ákveðið að vara Cun-
igundis abbadís og nunnurnar við,
hvað vera kynni í vændum. Og nú
varð hann að finna hin réttu orð,
sem nota skyldi til þess að skýra
frá þessu. Hvernig á að skýra 60
saklausum nunnum og hjúkrunar-
systrum frá því, að þær eigi það
brátt á hættu, að þeim verði nauðg-
að?
Hjól endurgjaldsins.
Óttinn við kynferðilegt ofbeldi lá
eins og mara á Berlínarborg, því að
hún var nú orðin borg kvenna fyrst
og fremst. í byrjun stríðsins höfðu
borgarbúar verið 4.321.000 talsins.
En sú tala hafði lækkað talsvert
vegna dauðsfalla af völdum loftár-
ása, herkvaðningar manna og
kvenna og brottflutnings einnar
milljónar borgara, sem höfðu sam-
þykkt að flytjast burt til öruggari
svæða í sveitum landsins á árun-
um 1943—1944. Hernaðaryfirvöldin
áætluðu, að borgarbúar væru nú um
2,7 milljónir og var þá aðeins mið-
að við óbreytta borgara. Og af þess-
um 2,7 milljónum voru hvorki meira
né minna en 2 milljón konur.
Flóttafólk úr austurhéruðunum,
sem flúði í gegnum Berlín á leið
vestur, skýrði frá því, að fremstu
sóknarsveitir Rússa væru undir góð-
um aga og kæmu vel fram, en að
liðssveitir þær, sem á eftir þeim
kæmu, væru annars eðlis. Þar væri
um að ræða stjórnlausan lýð, hálf-
gerðan ruslaralýð. Þær liðssveitir