Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 112

Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 112
110 TJRVAL an dag, og þær vélar komu alltaf úr vestri. Nú æddu heilir hópar rússneskra orrustuflugvéla inn yfir borgina, flugu rétt yfir húsþökun- um og skutu úr byssum sínum á fólkið á strætunum. Fólk, sem statt var á Potzdamer- torginu, flúði í allar áttir. Á Kur- fúrstendamm skauzt fólk, sem þar var í verzlunarerindum, að dyrum búðanna og inn í þær, hljóp niður í inngangana að neðanjarðarstöðv- unum eða inn í rústirnar af Minn- ingarkirkju Vilhjálms keisara. En sumir Berlínarbúar, sem beðið höfðu í biðröðum klukkutímum saman eft- ir að geta fengið keyptan matar- skammt sinn til vikunnar, neituðu að hreyfa sig úr biðröðunum. Vin- konurnar Gertrud Ketzler og Inge Rúhling biðu rólegar með öðrum viðskiptavinum fyrir utan matvöru- búð. Þær höfðu báðar ákveðið að fremja sjálfsmorð, ef Rússar næði til Berlínar, en þær voru ekki að hugsa um slíkt núna. Þær ætluðu að baka köku til páskanna og höfðu dögum saman verið að draga að sér efnið, sem þær þörfnuðust til bakst- ursins. Erna Saenger hafði alltaf miklar áhyggjur af „Papa“ Konrad eig- inmanni sínum, sem neitaði alltaf af mikilli þrákelkni að leita sér skjóls í loftvarnabyrginu í Zehlendorf. Og nú var hann úti eins og venjulega. Hann var að labba í áttina til upp- áhalds veitingahússins síns, Alte við Königin-Luisestræti. Engin loft- árás hafði enn megnað að hindra þennan 78 ára gamla fyrrverandi hermann í að hitta þar félaga sína úr fyrri heimsstyrjöldinni á hverj- um miðvikudegi. Og hann ætlaði ekki heldur að láta hindra sig í því í dag. Einn Berlínarbúi naut beinlínis hverrar mínútu, sem árásin stóð. Rudolf Reshcke var bara 14 ára. Hann var með gamlan herhjálm á höfði og var alltaf að hlaupa frá dyrunum á heimili sínu í Dahlem út á miðja götuna og veifa þar til flugmannanna og blátt áfram ögra þeim. Einn lækkaði flugið og stefndi beint á hann. Og þegar Rudolf tók til fótanna, skullu byssukúlurnar hver af annarri í götuna rétt fyrir aftan hann. Rudolf fannst slíkt bara nauðsynlegur þáttur þessa leiks. Stríðið var hið stórkostlegasta, sem gerzt hafði á hinni stuttu ævi hans. Nú komu flugvélarnar æðandi í hverri holskeflunni á fætur annarri. Mannfallið meðal borgarbúa var mikið. Margir borgarbúar urðu jafn- vel fyrir skotum úr byssum á jörðu niðri, þegar þeim var beint að flug- vélunum. Rússnesku flugvélamar flugu mjög lágt, og loftvarnaskytt- urnar urðu því að miða byssunum mjög lágt eða næstum í hæð við trjátoppana til þess að sjá flugvél- arnar í „sigtinu", og því dreifðust kúlur þeirra og kúlnabrot víðs veg- ar um stræti og torg fremur en hefði byssunum verið beint hærra upp í loftið. Að 20 mínútum liðnum var loftár- ásin yfir staðin. Víðs vegar um Berl- ín þyrlaðist svartur reykur upp í loftið frá eldum, sem höfðu kviknað af íkveikjukúlum. Og stræti Berlín- ar fylltust aftur af fólki eins skjót- lega og þau höfðu áður tæmzt. Þeir, sem hlaupið höfðu burt frá biðröð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.