Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
og fara jafnvel í kvikmyndahús,
svo framarlega sem þeir fóru eftir
hinum ströngu fyrirmælum um að
vera komnir heim í svefnskálana
fyrir vissan tíma. En þúsundir þeirra
voru algerlega ófrjálsar.
Það var furðulegt, að alls staðar
í Berlín gat nú að líta breytingu á
útliti og fasi rússnesku vinnuþræl-
anna þessa dagana. Þessi breyting
varð ákveðnari með hverjum deg-
inum sem leið. í Schering-efnaverk-
smiðjunni í Charlottenburg virtust
rússncsku vinnuþrælarnir nú verða
mjög daprir og niðurdregnir, sem
mátti heita furðulegt, því að búast
hefði mátt við, að þeir gerðust nú
glaðir, er búast mátti við því inn-
an skamms, að landar þeirra tækju
nú borgina. Konurnar frá Ukraniu
og Belo-Rússlandi virtust gerast al-
veg sérstaklega órólegar.
Þegar konur þessar höfðu komið
til Berlínar fyrir tveim til þrem
árum, höfðu þær verið klæddar sem
sveitakonur. En smám saman hafði
orðið breyting á þeim. Margar
þeirra voru teknar til að nota snyrti-
vörur. Hárgreiðsla þeirra og klæða-
burður hafði breytzt, einnig allt fas
þeirra, er þær tóku að líkja eftir
útliti og fasi frönsku og þýzku
kvennanna umhverfis sig. Nú voru
þær skyndilega teknar að klæðast
sem sveitakonur að nýju.
Vinnuþrælarnir frá hinum vest-
rænu löndum fylltust aftur á móti
nýjum kjarki og það glaðnaði mik-
ið yfir þeim. í Alkettverksmiðjunni
í Ruhleben, þar sem 2.500 Frakkar,
Belgir, Pólverjar og Hollendingar
unnu við skriðdrekaframleiðslu,
tóku Frakkarnir nú lagið á kvöld-
in, sungu vinsæl lög og töluðu um
risavöxnu máltíðirnar, sem þeir ætl-
uðu að borða, strax og þeir stigju
aftur fæti á franska grund. Jean
Boutin, 20 ára gamall véifræðingur
frá París, var sérstaklega glaður.
Hann og nokkrir Hollendingar höfðu
árum saman unnið skemmdarverk á
skriðdrekahlutum þeim, sem þeir
framleiddu. Sérhver töf, sem þeir
ollu, sérhver ónothæfur kúlulegu-
hluti, sem þeim tókst að læða fram
hjá verkstjóranum, færði hertöku
Berlínar einu skrefi nær. Og hing-
að til hafði ekki komizt upp um
neinn þeirra.
Hinir sanntrúuðu.
Hin napra kímni Berlínarbúa,
kaldhæðni þeirra gagnvart öllum
stjórnmálskenningum og skortur
þeirra á áhuga á því, er Foringjann
og nýskipan hans varðaði, hafði
lengi hrjáð Nazistaflokkinn. Hvenær
sem blysfarir voru haldnar í Berlín
eða aðrar nazistasamkomur til þess
að sýna heiminum fram á vinsældir
nazistanna, varð að flytja þangað
þúsundir stormsveitarmanna frá
Munchen til þess að gera blysförina
eða skrúðgönguna myndarlegri.
„Þeir líta betur út í fréttamyndun-
um en við“, sögðu Berlínarbúar
hæðnislega, „og þeir eru með stærri
lappir“.
Hitler fylltist máttvana reiði
vegna þessarar afstöðu Berlínarbúa.
Hann hafði lengi ætlað sér að end-
urbyggja höfuðborgina og endur-
skapa hana í anda nazista og breyta
jafnvel nafni hennar í Germaníu.
Hann hafði aldrei gleymt því, að
Berlínarbúar höfðu alltaf fellt hann