Úrval - 01.04.1966, Síða 82

Úrval - 01.04.1966, Síða 82
80 ÚRVAL og fara jafnvel í kvikmyndahús, svo framarlega sem þeir fóru eftir hinum ströngu fyrirmælum um að vera komnir heim í svefnskálana fyrir vissan tíma. En þúsundir þeirra voru algerlega ófrjálsar. Það var furðulegt, að alls staðar í Berlín gat nú að líta breytingu á útliti og fasi rússnesku vinnuþræl- anna þessa dagana. Þessi breyting varð ákveðnari með hverjum deg- inum sem leið. í Schering-efnaverk- smiðjunni í Charlottenburg virtust rússncsku vinnuþrælarnir nú verða mjög daprir og niðurdregnir, sem mátti heita furðulegt, því að búast hefði mátt við, að þeir gerðust nú glaðir, er búast mátti við því inn- an skamms, að landar þeirra tækju nú borgina. Konurnar frá Ukraniu og Belo-Rússlandi virtust gerast al- veg sérstaklega órólegar. Þegar konur þessar höfðu komið til Berlínar fyrir tveim til þrem árum, höfðu þær verið klæddar sem sveitakonur. En smám saman hafði orðið breyting á þeim. Margar þeirra voru teknar til að nota snyrti- vörur. Hárgreiðsla þeirra og klæða- burður hafði breytzt, einnig allt fas þeirra, er þær tóku að líkja eftir útliti og fasi frönsku og þýzku kvennanna umhverfis sig. Nú voru þær skyndilega teknar að klæðast sem sveitakonur að nýju. Vinnuþrælarnir frá hinum vest- rænu löndum fylltust aftur á móti nýjum kjarki og það glaðnaði mik- ið yfir þeim. í Alkettverksmiðjunni í Ruhleben, þar sem 2.500 Frakkar, Belgir, Pólverjar og Hollendingar unnu við skriðdrekaframleiðslu, tóku Frakkarnir nú lagið á kvöld- in, sungu vinsæl lög og töluðu um risavöxnu máltíðirnar, sem þeir ætl- uðu að borða, strax og þeir stigju aftur fæti á franska grund. Jean Boutin, 20 ára gamall véifræðingur frá París, var sérstaklega glaður. Hann og nokkrir Hollendingar höfðu árum saman unnið skemmdarverk á skriðdrekahlutum þeim, sem þeir framleiddu. Sérhver töf, sem þeir ollu, sérhver ónothæfur kúlulegu- hluti, sem þeim tókst að læða fram hjá verkstjóranum, færði hertöku Berlínar einu skrefi nær. Og hing- að til hafði ekki komizt upp um neinn þeirra. Hinir sanntrúuðu. Hin napra kímni Berlínarbúa, kaldhæðni þeirra gagnvart öllum stjórnmálskenningum og skortur þeirra á áhuga á því, er Foringjann og nýskipan hans varðaði, hafði lengi hrjáð Nazistaflokkinn. Hvenær sem blysfarir voru haldnar í Berlín eða aðrar nazistasamkomur til þess að sýna heiminum fram á vinsældir nazistanna, varð að flytja þangað þúsundir stormsveitarmanna frá Munchen til þess að gera blysförina eða skrúðgönguna myndarlegri. „Þeir líta betur út í fréttamyndun- um en við“, sögðu Berlínarbúar hæðnislega, „og þeir eru með stærri lappir“. Hitler fylltist máttvana reiði vegna þessarar afstöðu Berlínarbúa. Hann hafði lengi ætlað sér að end- urbyggja höfuðborgina og endur- skapa hana í anda nazista og breyta jafnvel nafni hennar í Germaníu. Hann hafði aldrei gleymt því, að Berlínarbúar höfðu alltaf fellt hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.