Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 73
SÍÐASTA ORRUSTAN
71
Þriðja tækið setti hann'í beint sam-
band við Moskvu og æðsta yfir-
mann rússnesku herjanna, sjálfan
Jósef Stalin. Hinn þrekvaxni, 49 ára
gamli yfirmaðiir herjanna á 1. Belo-
rússnesku vígstöðvunum, talaði við
Stalin klukkan 11 á hverju kvöldi.
Zhukov var að velta því fyrir
sér, hvenær Stalin mundi gefa skip-
un um að taka Berlín. Zhukov hafði
gert bráðabirgðaáætlun um árásina
á borgina í apríllok. Yið vesturmörk
borgarinnar lá eina nokkurn veg-
inn örugga undankomuleið hinna
þýzku verjenda borgarinnar út úr
borginni. Hann hafði gert áætlun
um að ráðast þar að þeim frá tveim
hliðum, er þeir mundu reyna að
komast undan. Þegar vika væri lið-
in af maí, bjóst hann við, að Span-
dauhverfið hefði breytzt í risavaxið
sláturhús.
Viðkvæm vandamál.
Cari Johann Wiberg opnaði frönsku
g'luggana á dagstofunni í íbúð sinni
á annarri hæð í Wilmersdorfhverf-
inu, gekk út á litlu svalirnar og
gáði til veðurs. Dachshundarnir
hans tveir, Otto frændi og Effie
frænka, litu eftirvæntingarfullir til
hans og biðu þess, að hann legði af
stað með þá í morgungönguna.
Göngur voru í rauninni orðnar hið
eina „starf“, sem Wiberg lagði nú
stund á. Það geðjaðist öllum vel að
þessum 49 ára gamla, sænska kaup-
sýslumanni. Hann var almennt álit-
inn vera fyrst og fremst „góður
Berlínarbúi“ fremur en Svíi, vegna
þess að hann hafði ekki yfirgefið
borgina eins og margir útlendingar
höfðu gert, þegar loftárásirnar byrj-
uðu. Þar að auki kvartaði Wiberg
aldrei, og samt vissu nágrannar
hans, að hann hafði misst allt, sem
hann átti. Konan hans hafði dáið
árið 1939. Límverksmiðjurnar hans
höfðu eyðilagzt í loftárásum. Og eft-
ir þriggja áratuga starf sem iðnrek-
andi og kaupsýslumaður í Berlín
átti hann nú lítið eftir nema hund-
ana sína og íbúðina.
Wiberg smellti hálsólunum á hund-
ana og læsti íbúðinni vandlega á
eftir sér. Svo gekk hann niður stig-
ana og út á götuna, sem var þak-
in múrsteinahrúgum og rusli. Hann
tók ofan fyrir nokkrum nágrönnum
sínum 'Og gekk niður eftir götunni
með Otto frænda og Effie frænku
í bandi við hlið sér. Hann stiklaði
varlega framt hjá holum og gíg-
um. Hann velti því fyrir sér, hvar
Der Fiihrer (foringinn) væri nú nið-
ur kominn, þegar endalokin virtust
skammt undan. í Múnchen? f Arn-
arhreiðri sínu í fjöllunum við
Berchtesgaden? Eða hérna í sjálfri
Berlín? Enginn virtist vita það. Það
grúfði alltaf mikil leynd yfir ferð-
um og dvalarstað Hitlers.
Morgun þennan ákvað Wiberg að
skreppa inn á uppáhaldskrá sína,
krána hans Harry Rosse í nr. 7 við
Nestorstræti. Það var ein af örfá-
um krám hverfisins, sem enn voru
opnar. Viðskiptavinir hennar voru
af ýmsu tagi, nazistaforkólfar, þýzk-
ir liðsforingjar og dálítill hópur
kaupsýslumanna. Þar áttu menn
jafnan góðar samræður, og auðvelt
var að komast þar að nýjustu frétt-
unum, hvar sprengjur síðastliðinn-
ar nætur höfðu fallið, hvaða verk-
smiðjur hefðu skemmzt. Wiberg