Úrval - 01.04.1966, Page 73

Úrval - 01.04.1966, Page 73
SÍÐASTA ORRUSTAN 71 Þriðja tækið setti hann'í beint sam- band við Moskvu og æðsta yfir- mann rússnesku herjanna, sjálfan Jósef Stalin. Hinn þrekvaxni, 49 ára gamli yfirmaðiir herjanna á 1. Belo- rússnesku vígstöðvunum, talaði við Stalin klukkan 11 á hverju kvöldi. Zhukov var að velta því fyrir sér, hvenær Stalin mundi gefa skip- un um að taka Berlín. Zhukov hafði gert bráðabirgðaáætlun um árásina á borgina í apríllok. Yið vesturmörk borgarinnar lá eina nokkurn veg- inn örugga undankomuleið hinna þýzku verjenda borgarinnar út úr borginni. Hann hafði gert áætlun um að ráðast þar að þeim frá tveim hliðum, er þeir mundu reyna að komast undan. Þegar vika væri lið- in af maí, bjóst hann við, að Span- dauhverfið hefði breytzt í risavaxið sláturhús. Viðkvæm vandamál. Cari Johann Wiberg opnaði frönsku g'luggana á dagstofunni í íbúð sinni á annarri hæð í Wilmersdorfhverf- inu, gekk út á litlu svalirnar og gáði til veðurs. Dachshundarnir hans tveir, Otto frændi og Effie frænka, litu eftirvæntingarfullir til hans og biðu þess, að hann legði af stað með þá í morgungönguna. Göngur voru í rauninni orðnar hið eina „starf“, sem Wiberg lagði nú stund á. Það geðjaðist öllum vel að þessum 49 ára gamla, sænska kaup- sýslumanni. Hann var almennt álit- inn vera fyrst og fremst „góður Berlínarbúi“ fremur en Svíi, vegna þess að hann hafði ekki yfirgefið borgina eins og margir útlendingar höfðu gert, þegar loftárásirnar byrj- uðu. Þar að auki kvartaði Wiberg aldrei, og samt vissu nágrannar hans, að hann hafði misst allt, sem hann átti. Konan hans hafði dáið árið 1939. Límverksmiðjurnar hans höfðu eyðilagzt í loftárásum. Og eft- ir þriggja áratuga starf sem iðnrek- andi og kaupsýslumaður í Berlín átti hann nú lítið eftir nema hund- ana sína og íbúðina. Wiberg smellti hálsólunum á hund- ana og læsti íbúðinni vandlega á eftir sér. Svo gekk hann niður stig- ana og út á götuna, sem var þak- in múrsteinahrúgum og rusli. Hann tók ofan fyrir nokkrum nágrönnum sínum 'Og gekk niður eftir götunni með Otto frænda og Effie frænku í bandi við hlið sér. Hann stiklaði varlega framt hjá holum og gíg- um. Hann velti því fyrir sér, hvar Der Fiihrer (foringinn) væri nú nið- ur kominn, þegar endalokin virtust skammt undan. í Múnchen? f Arn- arhreiðri sínu í fjöllunum við Berchtesgaden? Eða hérna í sjálfri Berlín? Enginn virtist vita það. Það grúfði alltaf mikil leynd yfir ferð- um og dvalarstað Hitlers. Morgun þennan ákvað Wiberg að skreppa inn á uppáhaldskrá sína, krána hans Harry Rosse í nr. 7 við Nestorstræti. Það var ein af örfá- um krám hverfisins, sem enn voru opnar. Viðskiptavinir hennar voru af ýmsu tagi, nazistaforkólfar, þýzk- ir liðsforingjar og dálítill hópur kaupsýslumanna. Þar áttu menn jafnan góðar samræður, og auðvelt var að komast þar að nýjustu frétt- unum, hvar sprengjur síðastliðinn- ar nætur höfðu fallið, hvaða verk- smiðjur hefðu skemmzt. Wiberg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.