Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 108

Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 108
106 ÚRVAL var 21. hersamsteypa Montgomery, svo kom 12. stórherinn undir stjórn Bradleys hershöfðingja og í suðri var 6. stórher Devers hershöfðingja. Til samans töldust til þeirra 7 full- komnir herir, 85 risavaxnar her- deildir, þar af 5 flugdeildir og 23 brynvarðar deildir, þ.e.a.s. mestur hluti herafla Vesturveldanna, sem nam samtals 4,6 milljónum manna. Og alls staðar gat að líta hvít frið- arflögg af ýmsu tagi, er þeir flæddu inn í þýzka ríkið til þess að ráða niðurlögum þess. Hvít lök, hand- klæði og alls konar hvítar druslur hengu hvarvetna. Undrandi Þjóð- verjar stóðu hvarvetna í dyrum og við brotna glugga í þorpum og borg- um og virtu agndofa fyrir sér þann risajötunn, sem æddi nú yfir land þeirra. Eftir öllum vegum flæddu skriðdrekasveitir, alls konar stór- skotaliðstæki og vagnar, brynvarðir bílar, byssuflutningabifreiðir, fall- byssur á hjólum, skotfæraflutninga- bílar, sjúkrabifreiðir, risastórir olíu- og bensín bílar, geysistórar dies elvörubifreiðir, sem drógu á eftir sér vagna, sem hlaðnir voru brú- arhlutum, flotbrúm, brynvörðum jarðýtum, jafnvel lendingarbátum og prömmum. Og svo kom hver flóðbylgja liðsveita á eftir annarri, aftan á vörubílum og brynvörðum bifreiðum, þrammaði við hlið far- artækjanna eða eftir nærliggjandi ökrum. Þessir menn og þessi tæki mynd- uðu í sameiningu stórkostlega skrúð- göngu, og í miðri göngunni voru vígfánar og liðsveitamerki, sem fræg höfðu orðið í sögunni. Þar gat að líta fána liðssveitanna, sem höfðu varið undanhaldið við Dunkirk, er hernum var bjargað yfir til Eng- lands. Þar voru fylkingar „skeggj- aðra landgönguliða" úr sveit Lov- ats lávarðar með grænar, upplitað- ar húfur. Þetta voru mennirnir, sem höfðu ráðizt á land og höggvið strandhögg á ströndum óvinanna á dimmustu tímum stríðsins. Þar voru harðgerir Kanadamenn úr hinni frægu 2. herdeild, sem hafði geng- ið á land í Dieppe og sett á svið blóði drifna æfingu fyrir allsherj- arinnrásina í Normandí. Og í röð- um brynvörðu deildanna gat að líta nokkrar af hinum upphaflegu „Eyði- merkurrottum" 7. brynvörðu her- deildarinnar, sem höfðu hjálpað til þess að ráða niðurlögum Rommels og manna hans á eyðisöndum Norð- ur-Afríku. í hinni bandarísku flóðbylgju gat að líta herdeildir, sem báru hin furðulegustu og skrautlegust nöfn, svo sem „Fighting 69th“, „Railsplitt- ers“ í 84. fótgönguliðinu og svo 2. brynvörðu herdeildina, sem bar nafnið „Helvíti á hjólum“. Þar gat einnig að líta 1. herdeildina „Þá Stóru Rauðu“, sém hafði haldið dauðahaldi í örmjóa strandlengju í Normandí, þegar allt virtist glatað í upphafi innrásarinnar, þ.e. Omaha- ströndina. Ein deildin, hin fræga 83. fót- gönguherdeild, hafði nýlega hlotið viðurnefnið „The Rag-Tag Circus“ (Tötrasirkusinn). Hinn ráðagóði yf- irmaður hennar, Robert Macon hers- höfðingi, hafði gefið herdeildinni skipun um að taka öll þau farartæki, sem á leið hennar yrðu, og bæta þeim í hóp farartækja þeirra, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.