Úrval - 01.04.1966, Side 32

Úrval - 01.04.1966, Side 32
30 ÚRVAL styttingu á fangelsisdómum, og að auki 30 cent á dag á tilraunatíma- bilinu. Meira en fjórði hver maður af hópnum veiktist af lifrarbólgu. Við hundaæði (rabies) er ekki þekkt nein lækning, þrátt fyrir það fengust 46 sjálfboðaliðar í Angola- fangelsinu í Louisiana til þess að láta gera á sér tilraunir með bólu- setningu, án þess að þeim væri boð- ið neitt endurgjald. Betrunarhús Ohiofylkis veitir sjálfboðaliðum ekkert endurgjald, en fær þó ávalt fleiri sjálfboðaliða en þörf er á. í Sing Sing fangelsinu leyfðu 62 menn að þeir væru smitaðir af sárasótt (syfilis) með innspýtingu, þótt þeir vissu fyrirfram að þeir fengju ekkert í launaskyni annað en að þess yrði getið á skýrslum þeirra og nokkrar smágjafir. Þeir menn, sem tóku þátt í pell- agratilraunum Josephs Goldbergs 1915, hlutu allir fulla náðun. Til- raunasjálfboðaliðar meðal fanga kunna í dag ekki að fá annað að launum en forréttindi til að „skemmta sér“ nokkrum sinnum, fáeina dollara í skotsilfur og viður- kenningarskjal. Þó að fáir mundu nota guðrækilegt orðfæri til að lýsa tilfinningum sínum, bjóðast margir til að vera tilraunadýr, sem eins konar yfirbót. Sjálfboðaliðar hafa af því nokk- urn óbeinan hagnað. Fangar með iðnfræðimenntun fá æfingu, sem eykur líkur þeirra til að fá atvinnu, þegar fangavistinni lýkur. Tveir vel launaðir starfsmenn við stóran há- skóla í Miðvesturríkjunum komu frá betrunarhúsinu í Joliet. Annar fyrrverandi fangi frá sömu stofnun er nú umsjónarmaður aðstoðar- fólks á rannsóknarstofu Suður- ríkjaháskóla. Jafnvel áður en þeir hafa lokið fangavist sinni og öðlazt frelsi, hafa sumir hlotið viðurkenn- ingu frá American Board of Me- dical Technicians (Ráð aðstoðar- fólks á amerískum læknirannsókn- arstofum). Menn, sem taka þátt í tilraun- um í fangelsum hljóta líkamlega rannsókn, sem kosta mundi 500 doll- ara utan fangelsis. Tilraunastjórar (supervisors) hafa samið nákvæma ar reglur til skilgreiningar á leyfi- legum læknisfræðitilraunum. Sum- ir þeirra vitna í ummæli Piusar XII frá 1952: „Að öllu athuguðu er það ekki lokaákvörðun mannlegs per- sónuleika að vera til þjónustu fyrir samfélagið, þvert á móti á samfél- agið að vera í þjónustu mannsins." í samræmi við þá meginreglu takmarkar sambandsstjórnin þátt- töku slíkra sjáKboðaliða við menn í óaðfinnanlegu líkamlegu ástandi og andlegu jafnvægi, svo að þátt- taka þeirra í tilraununum valdi þeim ekki neinum andlegum truflunum. Aður en tilraunirnar hefjast, er þeim skýrt frá þeim áhættum, ó- þægindum og erfiðleikum, sem þeir eiga í vændum. Sjálfboðaliðum er frjálst að ganga úr skaftinu hve- nær sem þeim sýnist. Að tilraun- inni lokinni, eru þeir rannsakaðir nákvæmlega, og þeim er ekki sleppt undan lækniseftirliti fyrr en þeir eru lausir við allar skaðlegar af- leiðingar. Það ætti að auka slíkar tilraunir. Nútíma lyf eru kröftugri en nokkru sinni fyrr. Það er meiri hætta á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.