Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 101
SÍÐASTA ORRUSTAN
99
að ganga úr skugga um, hvort það er
í samræmi við svæðiskiptingu þá,
sem ég tók ákvörðun um fyrir mörg-
um mánuðum". Embættismenn Inn-
anríkisráðuneytisins botnuðu ekki
neitt í neinu. Þeir vissu sem sé ekki,
hvaða ákvarðanir Roosevelt hafði
tekið í máli þessu.
Nú var hringt fram og aftur, og
síðan heyrðist frá Roosevelt. „Ég
er ósamþykkur brezku uppástung-
unni um skiptingu hernámssvæð-
anna“, skrifaði hann alveg afdrátt-
arlaust í orðsendingu til Innanríkis-
ráðuneytisins. Hann mótmælti enn
einu sinni ákveðið fyrirætlunum um
stærð hins fyrirhugaða bandaríska
svæðis og endurtók jafnvel enn á-
kveðnar skoðanir sínar, sem hann
hafði skýrt hernaðarlegum ráðgjöf-
um sínum frá um borð í „Iowa“.
Þessi orðsending forsetans var em-
bættismönnum Innanríkisráðuneyt-
isins sem sannkölluð opinberun.
Roosevelt þumbaðist enn við og
vildi ekki samþykkja brezku tillög-
urnar. En það var bráðnauðsynlegt
að taka einhverja ákvörðun hið
fyrsta, og atburðarásin þvingaði
hann vil þess að breyta um afstöðu
síðari hluta marzmánaðar árið 1944.
Þá sagði hann, eftir að hafa athug-
að brezku tillögurnar vandlega enn
einu sinni: „Þegar tekið er tillit til
allra aðstæðna, býst ég við, að þetta
sé líklega sanngjörn ákvörðun".
Hann samþykkti hið fyrirhugaða
sovézka hernámssvæði og áætlun-
ina í heild, en samt með einu skil-
yrði: Bandaríkin yrðu að fá norð-
vesturhluta Þýzkalands.
Winant sendiherra vildi, að á-
kvörðun yrði einnig tekin um enn
eitt atriði, áður en hann skýrði Ráð-
gjafanefnd Evrópu frá þessari nýju
afstöðu Bandaríkjanna. Bretar sáu
ekki fram á nein vandamál, hvað
snerti greiðan aðgang Vesturveld-
anna að Berlín. Sama var að segja
um Gusev. En bandaríska Innanrík-
isráðuneytið vildi tryggja slíkan
greiðan aðgang að borginni fyrir
hinar vestrænu liðsveitir og hafði
samið áætlun um mjótt belti, sem
tengja skyldi Berlín við vestrænu
hernámssvæðin í vesturhluta Þýzka-
lands. Winant áleit líka, að það
væri mjög þýðingarmikið, að sam-
þykkt væru fyrirfram ákvæði um
„samgöngubelti" þetta, þar sem
tryggðar væru greiðar samgöngur
með járnbrautum, á vegum og í
lofti. En sú deild bandaríska Her-
málaráðuneytisins, sem fjallar um
borgaraleg málefni, snerist algerlega
öndverð gegn þessum tillögum Win-
ants og hélt því fram í svari sínu,
að „samgöngur við Berlín væru
hvort eð er alvarlega hernaðarlegt
framkvæmdaatriði" og yfirmenn
hernámsliðanna á hverju svæði
mundu sjá um þá framkvæmd.
Og hina örlagaþrungnu mánuði
árið 1944, þegar brezkar og banda-
rískar hersveitir streymdu yfir til
meginlandsins og tóku að sækja í
áttina til Þýzkalands, hélt Roosevelt
enn fast við kröfu sína, en Churc-
hill sýndi sömu þrákelknina og neit-
aði að slaka til, hvað brezka her-
námssvæðið snerti. Lokaákvörðun
var ekki tekin, fyrr en þeir Roose-
velt og Churchill hittust á fundin-
um í Quebec í Kanada í september
árið 1944.
Þá var Roosevelt orðinn gerbreytt-