Úrval - 01.12.1966, Page 106
104
ÚRVAL
Holmes aftra sér frá því að sinna
þýðingarmeiri störfum.
Síðan gerðist dr. Doyle sjálfboða-
liði í Búastyrjöldinni árið 1900 og
varð þar yfirskurðlæknir við her-
sjúkrahús. Þar var allur útbúnaður
hinn frumstæðasti og hjúkrunar-
gögn af skornum skammti og því
mikið um skæðar drepsóttir. Hann
lagði nótt við dag, og í stríðslok
hlaut hann aðalstign vegna þessa
framlags síns.
Árið 1903 samþykkti Sir Arthur
loks að lífga Sherlock Holmes við.
Nú kom það í Ijós, að hinn ódrep-
andi Sherlock Holmes hafði alls
ekki verið drepinn þarna við
Reichenbachfossana forðum daga.
Bókin „Tóma húsið“ skýrir frá því,
hvernig honum tókst að komast
lífs af líkt og fyrir kraftaverk og
frá ferð hans til Tíbet, þar sem hann
átti viðræður við helzta Lamaprest-
inn þar. Síðan sneri hann aftur til
Lundúna til þess að rannsaka dul-
arfullan dauða jarlssonar eins. Þeg-
ar Sherlock birtist að nýju í
„Strand Magazine11, urðu áhang-
endur hans himinlifandi, og sala
tímaritsins jókst alveg gífurlega.
Conan Doyle hafði skapað svo
lifandi persónu, að margir neituðu
blátt áfram að trúa því, að
þar væri um skáldsagnapersónu
að ræða. Höfundinum bárust stöð-
ugt bréf, stíluð til Holmes sjálfs,
þar sem hann var beðinn um að
upplýsa raunveruleg sakamál. Sum
þessi tilskrif leiddu til þess, að
Conan Doyle gat sannað hæfni sína
sem leynilögreglumaður. Eitt slíkt
mál snerti mann, sem hafði snögg-
lega tekið út alla inneignina á
bankareikningi sínum, fengið sér
herbergi í gistihúsi einu í Lundún-
um, skroppið síðan í söngleikahöll,
snúið svo aftur til gistihússins, skipt
um föt og horfið síðan gersamlega.
Lögreglunni hafði ekki tekizt að
finna hann, og fjölskylda mannsins
óttaðist, að hann hefði dáið á vofeif-
legan hátt.
Conan Doyle fann lausn þessarar
ráðgátu mjög fljótlega. „Maðurinn
mun finnast í Glasgow eða Edin-
borg,“ sagði hann, „og hann er þar
af frjálsum vilja. Sú staðreynd, að
hann tók alla peningana út úr
bankareikningi sínum, bendir til
fyrirfram ákveðins flótta. Söng-
leikahöllin, sem hann fór í, lok-
ar klukkan 11. Þar eð hann skipti
um föt, eftir að hann kom aftur til
gistihússins, virðist slíkt benda til
þess, að hann hafi ætlað í ferðalag
þá um kvöldið. Skozka hraðlestin
fer frá Kóngskrossbrautarstöðinni
á mi<3nætti..“ Maðurinn fannst svo
í Edinborg.
En það var samt unnt að koma
Conan Doyle á óvart. Eitt sinn, er
hann var á ferðalagi erlendis, brá
honum mjög, þegar leigubílstjóri
ávarpaði hann sem dr. Doyle. „En
hvernig í ósköpunum vitið þér
þetta?“ spurði Doyle. „Nafnið
stendur á ferðatöskunni yðar“,
svaraði leigubílstjórinn ósköp ró-
lega.
Árið 1906 missti hann konu sína,
en hann hafði gifzt árið 1885
Þetta var honum slíkt áfall að hann
hætti að skrifa og virtist hafa leiða
á lífinu yfirleitt. Einkaritari hans
var mjög áhyggjufullur hans vegna
og reyndi að vekja áhuga hans með