Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 3
ÞEGAR ÞETTA spjall er saman
sett, nálgast hafísinn land fyrir
norðan, og tvö millilandaskip hafa
þegar teppzt. Hafísinn er staðreynd,
sem við verðum að reikna með vet-
ur hvern, þegar líða tekur á þorr-
ann. Það er því ekki að ófyrirsynju,
að forsíða og titilgrein þessa heft-
is er helguð fylgifisk hins forna
fjanda — hvítábirninum. Skömmu
eftir áramót bar það einmitt til
tíðinda, að Grímseyingar lögðu
hvítabjörn að velli eftir frækilega
aðför og seldu hann síðan Húsvík-
ingum fyrir vœnan skilding. Hall-
dór Pétursson hefur teiknað til-
heyrandi forsíðumynd og Jón Gísla-
son hefur tekið saman nokkrar
elztu heimildir, sem kunnar eru í
íslenzkum bókmenntum um hvíta-
birni. Til forna kunnu menn að
veiða þá lifandi og ólu sem kjör-
gripi. Þeir voru konungsgersemar
í þess orðs fyllstu merkingu, og er
gott dœmi því til sönnunar hin
snjalla frásögn í Auðunnar þœtti
vestfirzka, sem segir frá för Auð-
unnar með hvítabjörn, sem hann
fœrði Danakonungi að gjöf.
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR er að
þessu sinni eftir Sigurð Benedikts-
son, listaverkasala. Sigurð er óþarfi
að kynna. Hann er stofnandi og
fyrsti ritstjóri Vikunnar og því
einn af brautryðjendum vikublaða-
mennsku hér á landi. 1938, þegar
Vikan var nýstofnuð, átti Sigurður
viðtal við gamla konu, sem bjó í
kjállara við Traðarkotssund, og er
viðtálið uppistaða þáttarins. Hún
hét Jóhanna Guðmundsdóttir, og
þrátt fyrir þrotlaust lífsstríð og
mótlæti var hún lífsglaðasta og ein-
lœgasta manneskja í þessu landi.
☆
MARZbókin nefnist „Skjöl Valashi“
og er ein af metsölubókunum í
Bandaríkjunum■ um þessar mund-
ir. Hér er um að rœða uppljóstrun
um glœpahreyfingu að nafni Costa
Nostra. Þessi hreyfing er vandlega
skipulögð og teygir anga sína um
öll Bandaríkin. Válashi starfaði í
Cosa Nostra um þrjátíu ára skeið
og er því þaulkunnugur sögu og
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir hf.,
Skipholti 33, Reykjavik, pósthóíf 533, sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Dreifingarstjóri: Óskar
Karlsson. Afgreiðsla: Blaðadreifing, Skipholti
33, sími 36720. Verð árgangs krónur 500.00. í lausasölu krónur 50.00 heftið.
Prentun og bókband: Hilmir hf. Myndamót: Rafgraf hf.
v_______________________________________________________________________________________y
(ulipwain
1