Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 4
2
URVAL
Jóhann Gunnar Sig-
urðsson fæddist að
Miklaholtsseli í
MiklaSholtshreppi 2.
febrúar 1882. Þegar
hann var tveggja
ára fluttust foreldr-
ar hans að Svarfhóli
í sama hreppi og þar
var æskuheimili hans. Jóhann lauk
stúdentsprófi 190j og settist haustið
eftir í prestaskólann. 1 nóvember ár-
ið eftir lagöist liann á sjúkrahús og
lézt úr tæringu 20. maí 1906 — aö-
eins 2lí ára gamall.
í VAL
Riddarinn hallast við brotinn brand,
bærist hans kalda vör.
„Nú er dauðinn að nálgast mig.
Nú er mér horfið f.iör.“
Riddarinn hallast við brotinn brand,
blæðir hans djúpa und.
„Lífið var áður svo Ijómandi bjart.
Nú lokast hið hinzta sund.“
Riddarinn hallast við brotinn brand,
bleik er hans unga kinn.
„Ekki er ég vitund hræddur við hel,
en hefndu mín, vinur minn.“
Riddarinn hallast við brotinn brand,
bíður hans mannlaust fley.
„Ég ætlaði að vinna mér fé og frægð
og festa mér unga mey.“
Riddarinn haliast við brotinn brand,
brosir svo hægt og rótt.
„Kóngsdóttir fyrir handan haf,
hjarta mitt, góða nótt.“
Jóhann Gunnar Sigurösson.
skipulagningu þessarar ó-
hugnanlegu glœpahreyf-
ingar. Þegar fréttist, aö■
Valashi hefði leyst frá
skjóðunni og œtlaði að
gefa út bók, var reynt
með ýmsum ráðum að
hindra útkomu hennar. En
rithöfundurinn Peter Maas,
sem búið hefur frásögn
Valashi undir prentun,
vann umfangsmikil mála-
ferli, og nú er bókin loks-
ins komin út.
☆
ÞÁTTURINN „Nýtt um
tœkni og vísindi“ hefst í
þessu hefti, eins og boðað
var í síðasta spjalli. Loft-
ur Guðmundsson, rithöf-
undur, annast hann og mun
í stuttu máli segja frá
hinu helzta, sem er að
gerast á sviði tœkni og vís-
inda hverju sinni. í fyrsta
þœttinum er m.a. sagt frá
prófessor við Kolumbía-
háskólann í Bandaríkjun-
um, Gerald Feinberg að
nafni. Hann telur sig hafa
komizt að raun um, að til
kunni að vera öreindir,
sem hreyfist hraðar en Ijós-
ið. Ef þessi kenning reyn-
ist rétt, táknar hún enn
eina byltingu á heimsmynd
okkar. Það torveldar mjög
allar rannsóknir á þessum
öreindum, að þær eru ekki
rafmagnaðar, heldur hlaðn-
ar orku, sem enn er með
öllu ókunn.
V