Úrval - 01.03.1969, Page 18
1Ö
ÚRVAL
reynd: Tilvera NATO hefur átt
mikinn þátt í því að minnka spenn-
una, sem verið hefur milli Rúss-
lands og Vesturlandanna. Þannig
nýtur Frakkland nú verndar NATO
án þess að styðja það á nokkurn
hátt. Ef aðrir bandamenn NATO
fylgdu dæmi Frakklands og sendu
bandarískar og brezkar hersveitir
frá meginlandinu, hve lengi enn
yrðu Rússar þá þægilegir viðskiptis?
ANDSNÚINN BRETUM
De Gaulle hefur ef til vill haft
ennþá neikvæðari áhrif á Efna-
hagsbandalagið. Þessi göfuga hug-
sjón — um efnahagslegt samfélag
jafningja, sem að lokum myndi
leiða til að stofnuð yrðu bandaríki
Evrópu — hefur frá byrjun stung-
ið í stúf við þá hugmynd De Gaulles
að Frakkland yrði í broddi fylking-
ar í Evrópu.
Hann hefur ekki einungis neit-
að að meirihlutinn réði úrslitum,
því krafa hans er að hver þjóð hafi
neitunarvald, heldur hefur hann
tvisvar, árið 1963 og 1967 neitað
Bretlandi um inngöngu í Efnahags-
bandalagið, vegna þess að hann tel-
ur Bretland ekki tilheyra Evrópu.
Hin raunverulega ástæða hans er
augljós. Ef Bretland gengi í Efna-
hagsbandalagið, myndu áhrif þess
skyggja á áhrif Frakklands. Til að
forðast þá hættu er hann fús til að
útiloka þá þjóð Evrópu, sem er
lengst er komin í iðnaði, og telur
50 milljón íbúa, sem myndu stækka
mjög markaði þeirra sex þjóða, sem
eru þegar þátttakendur Efnahags-
bandalagsins.
Hið merkilegasta við utanríkis-