Úrval - 01.03.1969, Page 20

Úrval - 01.03.1969, Page 20
18 ÚRVAL istar 32 þingsæti í þjóðþinginu, en það telur 487 meðlimi. Samband vinstr'flokka, sem gerðu kosninga- bandalag við kommúnista bættu við sig 25 sætum, en Gaullistar töpuðu 40 sætum. Nú ráða Gaullistar yfir um það bil helmingi atkvæða í þjóð- þinginu. Við flest lagafrumvörp njóta þeir stuðnings miðflokkanna. FRAMTÍÐARÁÆTLANIR Forystumenn í flokki De Gaulle eru þegar farnir að búa sig undir að taka við stöðu hans er hann fell- ur frá. Enginn getur sagt um hve- nær sú stund kemur. De Gaulle, sem er 77 ára gamall þjáist af minni háttar ellisjúkdómum, en engir meiriháttar sjúkdómar hrjá hann. Hann sparar krafta sína og þó að hann sé ekki eins kraftmikill og hann var, ber ekki á því að and- legur þróttur hans eða málgleði hafi minnkað. Kjörtímabil hans rennur ekki út fyrr en 1972. Eftir að „Le grand Charles" (eða Stóri-Kalli) hættir, kann að vera, að Gaullistar haldi völdum eða að vinstrisinnuð sameiningarstjórn taki við. En sérhverja nýja stjórn mun vanta þau persónulegu áhrif, sem De Gaulle hefur á landsmenn svo og hið ótrúlega vald, sem hann hefur yfir þjóðþinginu. Þannig velta menn nú fyrir sér hvort stöðugleiki Frakklands, sem er mesta afrek De Gaulles, haldist óbreyttur, er hann hverfur af sjónarsviðinu. LEXlA Á STAÐNUM Það var búið að slökkva eldinn, og slökkviliðsmennirnir vöfðu saman slöngur sinar og tóku saman allt sitt hafurtask. Þá heyrði ég móður eina segja i kennslukonutón við litla snáðann sinn: „Sko, Jói. Þegar slökkviliðsmennirnir eru búnir, þá ganga þeir frá öllum leikföngum sinum.“ Naomi Natfoan. Kannske gætu þeir á Kennedyflugvellinum farið að dæmi kauphall- arinnar í New York, þegar annirnar verða slíkar, að það er algerlega ómögulegt að afgreiða allt: Loka bara á miðvikudögum, svo að allar flugvélarnar, sem eftir eru sveimandi yfir vellinum, geti lent. Bill Vaughan. Okkur er sagt, að vélarnar muni einhvern tíma taka við yfirráðum í heiminum. Það er víst þess vegna, sem við tölum alltaf svo kurteis- lega, þegar sjálfvirkur simsvari svarar hringingum okkar. Bill Vaughan. Þrjózkan hefur sínar góðu hliðar. Maður veit þá alltaf, hvernig maður mun hugsa á morgun. Glen Beamcm,j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.