Úrval - 01.03.1969, Side 21
yrir nokkrum árum var
gerð kvikmynd eftir
sögu, sem ég hafði sam-
ið.
Kvikmyndin var tek-
in í Englandi, og kvikmyndaverið
var nokkuð fyrir utan London. Gary
Cooper var aðalleikarinn.
Ég flaug til Englands, til að fylgj-
ast með töku myndarinnar.
Við komuna þangað tóku fram-
leiðendurnir mig afsíðis, og sögðu
mér að Coop, eins og allir kölluðu
hann, væri sjúkur af ólæknandi
krabbameini. Þeir sögðu að hann
vissi ekki sjálfur hve alvarleg veik-
indi hans væru, hann hefði trú á því
að tvær skurðaðgerðir, sem hann var
nýbúinn að ganga í gegnum, hefðu
læknað sig; það væri reynt að dylja
fyrir honum sannleikann og að allir
væru samtaka um það.
Síðar, þegar ég fór að horfa á
upptökurnar, fannst mér Coop vera
hreystin uppmáluð. Hann vann eins
og þræll, var þolinmóður við endur-
upptöku atriða, hló og gerði að
gamni sínu við alla. Það virtist ótrú-
legt að hann ætti aðeins fáa mánuði
ólifaða.
Svo var það eitt kvöldið að ég
missti af bíl kvikmyndaversins til
London.
Cooper bauð mér, elskulegur að
vanda, að sitja í sínum bíl, sem var
ekið af einkabílstjóra. Mér hafði
verið sagt að hann væri mjög fá-
máll, segði aðeins „Yup“ við og við.
En í þetta sinn virtist hann hafa
þörf fyrir að tala. Hann talaði frjáls-
lega um uppvaxtarár sín, á búgarði
Geturðu
þagað yfir
leyndarmáli?
Eftir MAX EHRLICH
Family Weekly
19