Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 22
20
ÚRVAL
í Montana, um leikferil sinn, um
þau þúsund atriða sem hann hafði
leikið fyrir framan kvikmyndavél-
ina. Hann hélt því fram að hann
væri alls ekki góður leikari. Hann
sagðist aðeins hafa verið heppinn,
hann hefði alltaf fengið tækifæri til
að endurtaka atriði í annað, fimmta
og jafnvel tíunda sinn. En þannig
hafði það ekki verið í einkalífinu.
— Fy-rr eða síðar, sagði hann, —
verður maður að horfast í augu við
síðustu upptökuna, og fær ekki fleiri
tækifæri....
Við komum að hótelinu, sem ég
bjó á. Hann hleypti mér út úr bíln-
um, kvaddi mig með innilegu handa-
bandi og brosti sínu venjulega, blíð-
lega brosi, og mér sýndust augu hans
rök.
Þá vissi ég að hann vissi....
Nokkrum mánuðum síðar var
Coop allur. Hann hafði varðveitt
leyndarmál sitt vel. Með því að
þegja hafði hann losað aðra við þau
óþægindi að láta samúð í ljós. Allir
sem þekktu hann vildu muna hann
sem gamla, góða Coop, og hann vildi
sjálfur hafa það þannig fram á síð-
ustu stundu. Mér varð þetta ógleym-
anleg kenning í þeirri list að vera
orðvar, að hugsa um og taka tillit
til meðbræðra sinna.
Nærgætni getur verið margvísleg;
varðúð, háttvísi, gætni, aðhald, hóg-
værð og lítillæti. En í rauninni, —
og aðallega, — er þetta list, — ein-
hver sú nauðsynlegasta þjóðfélgs-
þekking, sem við getum öðlazt, — að
vita hvernig við eigum að varðveita
og fara með trúnaðarmál. Öll eigum
við einhver afdrep fyrir leyndarmál,
bæði okkar eigin og annarra. Stund-
um getur þetta orðið þung byrði.
Stundum geta aðstæður neytt okkur
til að taka ábyrgðarmikla ákvörð-
un um það, hvort rétt sé að tala eða
þegja.
Hvernig á að ákveða það?
Félagsráðgjafi, sem hefir með
málefni afbrigðilegra barna að gera,
sagði mér nýlega frá telpu, sem ég
ætla að kalla Marilyn.
„Til níu ára aldurs var Marilyn
eftirtektarsöm og gekk vel í skólan-
umum,“ sagði konan. „Þá skeði það,
eiginlega á einni nóttu, að hún
varð hlédræg, taugaveikluð, og
stundum fékk hún jafnvel móður-
sýkisköst. Kennararnir voru undr-
andi og ráðlögðu móður hennar að
leita til mín. É'g komst að því að
telpan hafði orðið fyrir taugaáfalli,
vegna kynferðislegrar reynslu. Ég
stakk upp á einskonar leiklækningu,
án þess að nefna ástæðu fyrir vand-
ræðum litlu stúlkunnar. En kennar-
ar og skólayfirvöld kröfðust þess að
nákvæm skýrsla yrði skrifuð, þar
sem öll atriði og nöfn væru skráð.
Ég vissi að slík skýrslugerð í skjala-
safni skólans gæti orðið afdrifarík
fyrir Marilyn, síðar í lífinu. Ég bauð
þá sálfræðing skólans til hádegis-
verðar, og ræddi við hana fram og
aftur um þetta mál. Hún sannfærð-
ist að lokum og var mér sammála
um það að ekkert yrði skjalfest og
að leyndarmál Marilyn litlu yrði
vandlega varðveitt.“
Félagsráðgjafinn hafði gefið sér
tíma til að íhuga málið vandlega.
Hún gerði sér afleiðingarnar ljósar,
áður en hún framkvæmdi hugmynd-
ir sínar. É'g held að það sé það eina