Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 30
28
ÚRVAL
stríðsfangelsi eftir að hafa særzt
illa. Taugaáfallið hefur áður verið
minnzt á. Astasamband átti hann
með leikkonunni Mistinguet, en
upp úr því slitnaði, þegar ekki mátti
á milli sjá, hvort þeirra væri meiri
„stjarna“. Hið fyrsta og síðasta
hjónaband hans fór út um þúfur.
Bitrast af öllu var þó, að hann
skyldi verða ásakaður um að hafa
unnið með nazistum í stríðinu. Það
var ekki fyrr en París losnaði úr
herfjötrunum, að það sannaðist, að
ákærurnar á hendur honum voru
falskar. í sárabætur var hann hvatt-
ur til að vera með í sigurgöngu and-
spyrnuhreyfingarinnar, þegar frelsi
Parísar var fagnað.
En þetta er allt löngu liðið. Að
skoðun Maurice er mönnum holl-
ast að læra af fortíðinni, lifa í nú-
tímanum og gera áætlanir um fram-
tíðina. Vera má, að þetta sé skýr-
ingin á þeim árangri, sem hann hef-
ur náð í lífinu, og lífsgleði hans.
Á borði við rúm hans stendur
árituð mynd af hinni góðu vin-
konu hans, Colette, skáldkonunni
frægu, sem samdi ,,Gigi“. Maurice
verður oft litið á myndina og örv-
ar huga sinn með lífsreglu hennar:
„Líttu í kringum þig! Njóttu lífs-
ins! Láttu ekkert stöðva þig nema
dauðann!“
Skattgreiðandi einn hringdi í Skattstofuna og spurði, hvernig hann
ætti að „meðhöndla" garðflöt, sem hann hafði sáð i, en þar kæmi bara
ekki upp stingandi strá. Starfsmaðurinn svaraði ,þá: „Hvað skattinn
snertir, skuluð þér ,,meðhöndla“ hana sem ófrádráttarhæfan kostnað.
En að öðru leyti skuluð þér „meðhöndla" hana með áburði."
Chicago Tribune.
Ritstjórnargrein í dagblaðinu „Northern Virginia Sun“ í Arlington í
Virginiufylki:
Hver ætti að vera álitinn tilhlýðilegur fulltrúi hins vestræna manns
á þessu stigi siðmenningarinnar? Einhver geimfarinn? Eða vísinda-
maðurinn? Kannske einhver kvikmyndastjarnan? Nú, eða Þá stjórn-
málamaðurinn? Og hvað um einhvern hermanninn? Nú, eða eitthvert
ljóðskáldið? Nú, og hvað um einhvern verkfræðinginn ? Við útnefnum
aftur á móti 29 ára gamlan Chicagobúa, sem var barinn niður í Bour-
bonstræti í heimsókn til New Orleans nýlega, en þar lenti hann i rysk-
ingum. Siðan sogaðist hann upp í götusópunarvél, þar sem hann lá
þarna á götunni, og vélin flutti hann með sér þrjár götulengdir, þangað
til hún spýtti honum þar úr sér aftur.
KOSSALEYFI UNDIR MISTILTE’INI
Mistilteinn er grænn gróður, sem er hengdur einhvers staðar upp
um jólin til þess að hjálpa manni til þess að hjálpa sér sjálfur.
Parts Pups.