Úrval - 01.03.1969, Page 33
Á síðustu nruvi hefur vitneskja manna á sviði
jarðskjálfta aukizt svo, að vonir standa til
að jijótlega verði unnt að senda út jarð-
skjálftaaðvaranir.
Verður hægt að sjá
jarðskjálfta fyrir?
Eftir GEORGE A. W. BOEHM
kömmu fyrir sólarupp-
rás hinn 21. maí 1960
hófust einhverjar
hryllilegustu náttúru-
hamfarir okkar tíma í
bænum Concepción í Suður-Ame-
ríkuríkinu Chile. Jörðin nötraði öll
og skalf ofsalega, svo leirkofar íbú-
anna hrundu saman eins og spila-
borgir. í fimmta sinn eyðilagðist
stór hluti Concepción í jarðskjálfta.
En þetta var einungis byrjunin.
Eftir hádegi næsta dag komu nýj-
ar jarðhræringar meðan björgunar-
flokkar voru að grafa þá dánu og
limlestu út úr rústunum. Jarðhrær-
ingar þessar náðu 250 km. suður
fyrir Concepción, og var sterkasti
kippurinn einn sá mesti, sem nokkru
sinni hefur verið mældur í heim-
inum. Stóð hann yfir í meira en
mínútu, og stór hluti Suður-Chile
gekk sem í bylgjum og þúsundir
dauðra bættust við, þegar bygging-
ar hrundu og jafnvel heilu þorpin
jöfnuðust við jörðu. Næstu þrjá
mánuðina gerðu hræringar vart við
sig, unz full kyrrð komst á.
Hamfarir þessar kostuðu fjögur
þúsund mannslíf, og mörgum sinn-
um fleiri særðust eða misstu heim-
ili sín. í flóðöldunum, sem mynd-
uðust við ströndina, drukknuðu 180
manns. Flóðöldur þessar náðu alla
leið til Japans og ollu þar skemmd-
um og brúuðu þannig 16 þúsund
km. vegalengd.
Á fyrri helmingi þessarar aldar
var talið, að árlega týndu að meðal-
tali 14000 manns lífi í jarðskjálft-
um. En nú á dögum, þegar þéttbýl-
ið er meira og borgirnar stærri, er
tala þessi nálægt því að vera 25
þúsundir. Eng'nn getur talið sig al-
veg öruggan.
Rotarian
31