Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 35
33
VERÐUR HÆGT AÐ SJÁ JARÐSKJÁLFTA . . .
StriJcuð eru þau svæði, þar sem jarðskjálftar eru tíðastir,
en helztu gosstöðvar eru merktar með punkti.
varlegar jarðhræringar eru fram-
undan.
Afmyndun í efsta jarðlaginu:
Langvarandi hræringar í efstu jarð-
lögunum geta verið bending um,
að spenna sé að myndast lengra
niðri. í vissum hluta Andrésar--
geilarinnar í Kaliforníu á sér stað
breyting á vesturveggnum. Mæl-
ingar sýna nálega. fimm sentimetra
tilfærslu til norðurs á þeim vegg
með hliðsjón af austurveggniun.
Þarna hleðst því upp spennikraftur,
sem getur fengið útrás í jarðskjálft-
um.
Spennumœlingar: Hreyfingar í
efstu lögum jarðar gefa aðeins
óbeint til kynna, að spenniorka sé
að verki dýpra niðri. En nú hafa
fundizt upp aðferðir til að mæla
orkuna, sem er að verki langt niðri.
Meðal annars er hægt að taka bor-
unarsýnishorn frá berginu, sem er
undir þrýstingi. Þegar hin kringl-
óttu sýnishorn, nokkrir sentimetrar
í þvermál, eru tekin úr bornum,
breyta þau lögun og verða spor-
öskjulaga. Breyting þessi er raun-
ar ekki greinanleg nema með aðstoð
mælitækja, en það nægir til að unnt
sé að reikna út þrýstinginn ó bor-
unarstaðnum.
Segulafl og rafmagn: Vísindaleg-
ar rannsóknir hafa leitt í ljós, að
hæfni jarðlaganna til að leiða raf-
magn breytist undir þrýstingi, og
sama er að segja um segulmagnið.
Landfræðingurinn Sheldon Breiner
hefur með afar næmum segul-
magnsmæli hvað eftir annað tekið
eftir athyglisverðri atburðarás í
jarðlögum fellinga Andrésar-geilar-
innar: Eigi sér stað breyting í seg-
ulmögnuðu svæði, hefur það í för
með sér tíu til tuttugu klukkustund-
um seinna, vissa bylgjuhreyfingu
eftir endilangri jarðlagsfellingunni,
og nokkru seinna, stundum allt að
2—3 sólarhringum, má greina á