Úrval - 01.03.1969, Page 43
FYRSTU SPORIN
Á FJÖLUNUM - 2.
Þá fann ég
ískalda
alvöruna
ARNDÍS BJÖRNSDÓTTIR SEGIR FRÁ
r
E
g lék fyrst fyrir Kven-
fólag'ið Hringinn í
nokkrum gamanleikj -
um. Þetta var leikur,
gaman og grín, og mað-
ur fann ekki annað. Ég lék, af því
að ég hafði gaman af því.
Ég fór reyndar ekki að leika af
alvöru fyrr en þremur árum síð-
ar. Þá stóð svo á í Leikfélaginu, að
ein leikkonan hafði veikzt, og ég
var beðin að hlaupa í skarðið fyrir
hana. í fyrstu var ég treg til þess
arna, en tók það nú samt að mér.
Síðan hef ég loðað í þessu starfi og
þótt gaman að því.
Það er að bera í bakkafullan
lækinn að fara að segja frá fyrstu
árunum í Iðnó. En ég get þó sagt,
að það var óskaplegt erfiði. Ég
vann í búð á daginn og æfði á kvöld-
in. Maður fórnaði á altari Thalíu
öllum tómstundunum.
Ég man sérstaklega eftir einni
æfingu. Hún var á sunnudegi, nán-
ar tiltekið á Þorláksmessu. Við ætl-
uðum að vera fljót að fara í gegn-
um stykkið og byrjuðum því klukk-
an tvö um daginn. En svo fór nú
samt, að við vorum til klukkan þrjú
um nóttina.
Þetta var allt saman óttalegt basl
í þá daga og tekur því ekki að fara
að segja frá því öllu, enda hefur
nóg verið ritað um það þegar.
Einu skemmtilegu atviki ætla ég
þó að segja frá, en það var þegar ég
lék í Gullna hliðinu. Svo var, að
kola nokkur var yfir rúmi Jóns
karls, en Brynjólfur lék hann. Allt
í einu tekur kolan að loga helzt til
glatt og var áreiðanlega ekki eins
41