Úrval - 01.03.1969, Page 44
42
ÚRVAL
og hún átti að vera. Svo að ég
hvísla að Brynjólfi:
„Heyrðu, kolan er farin að loga
heldur glatt.“
„Reyndu þá að slökkva á henni
með svuntunni þinni,“ svaraði
hann.
Sg geri það, en þá tekur ekki
betra við. Hún dettur ofan á rúm
karls, og ég verð að kasta mér of-
an á rúmið. Þetta var allt á frum-
sýningu, og ég var skjálfandi og
titrandi allt kvöldið. Annars hafði
einhver sýningargestur tekið eftir
þessu og farið fram til þess að
hringja á slökkviliðið, en var víst
aftrað frá því á síðustu stundu.
É'g fann fyrst til ábyrgðar gagn-
vart höfundi og áhorfendum í leik-
ritinu „Sex persónur leita höfund-
ar“. Þá fann ég hvað það var, sem
ég hafði tekið að mér. Þá fann ég
ískalda alvöruna á bak við þetta.
Þá var skrekkurinn ekki lengi að
láta á sér kræla.
En áhuginn hefur alltaf verið
samur og jafn. Og maður reyndi
eftir fremsta megni að vera vand-
anum vaxin. En það er ekki mitt
hlutverk að dæma um, hvort ég var
það eða ekki.
Tengdamóðirin hugsar alltaf fyrst og fremst um sitt eiigið barn frem-
ur en tengdadótturina eða tengdasoninn. Vinkona mín fæddi nýlega
barn í bifreið á leið til fæðingardeildarinnar. Þegar fréttirnar bárust
tengdamóður hennar, sagði hún bara: „Ja, hérna, hvaö er það, sem
ekki kemur fyrir vesalings Georg minn?“
Phyttis Diller.
NÚMERAÖLDIN
I bréfhaus bréfsefna dagblaðsins „Chronicle" í bænum Omak í
Washingtonfylki getur að líta eftirfarandi upplýsingar:
Svæðisnúmer 509
Sími 826-1110
Póstbox 553
Póstsvæðisnúmer 98841
Fylkissöluskattsnúmer C243292
Alrikisskattsnúmer 91-0664-86
Húsnúmer, Nyrðra-Aðalstræti 109
Bankareikningsnúmer 2 6128 108
Fyrirtækið stofnað árið 1910
Heiidarnúmer okkar 125.800.918
Við elskum of oft hluti og notfærum okkur fólk, þar sem við ættum
á hinn bóginn að not.færa okkur hluti og elska. fólk.
Revel Howe.