Úrval - 01.03.1969, Page 45
Nýjar rannsóknir sýna, að til þess að öðlast hamingju þurja
menn jyrst og jremst að vera gœddir sjáljstrausti.
Og sjáljstraust er áunninn hœjileiki,
sem jæst með réttu wppeldi.
Það sem hvert barn
þarfnast
Eftir FLOYD MILLER
okkrar mæður sátu við
morgunrabb yfir kaffi-
bollum. Ein þeirra
sagði: ■— Barnið mitt
er bólusett við lömun-
arveiki, stífkrampa, bólusótt og guð
veit hvaða öðrum sjúkdómum. Væri
ekki dásamlegt ef læknar gætu
fundið upp sprautur gegn mistökum
og ógæfu, þegar það vex úr grasi?
Þessi orð voru sögð hálfpartinn í
spaugi. Þó er þetta einmitt það svið
sem Stanley Coopersmith, aðstoðar-
prófessor í sálfræði við Davis
Campus í Californiuháskóla hefir
helgað ítarlegar rannsóknir sínar.
Hann hefir unnið að því að skil-
greina það svið, sem flestir happa-
sælir menn og konur eiga sameigin-
legt, það sem kallað er sjálfstraust.
Hvernig hafa þeir öðlazt það?
— Við höfum lengi vitað hve
nauðsynlegt sjálfstraust er hverj-
um manni, segir Coopersmith, •— en
hversvegna er þetta sumum gefið,
öðrum ekki?
Coopersmith athugaði 1748 venju-
lega miðstéttardrengi og fjölskyldur
þeirra í sex ár, frá barnæsku til
fullorðinsára. Hann fann það fljótt
að það er á valdi foreldranna að
veita börnum sínum sjálfstraust,
stétt eða þjóðfélagslegur grundvöll-
ur hefir lítið að segja í því tilliti.
Aðstaða barnsins gagnvart sjálfu
sér mótast innan veggja heimilisins,
eins og foreldrarnir sjá það, eða þau
halda að þeir sjái það. Og þótt rann-
PTA Magazine
43