Úrval - 01.03.1969, Page 51
Ógleymanlegur maður
Eirrn fótur,
eitt auga,
einn sonur
Eftir SIGURÐ BENEDIKTSSON
egar gatan var blaut og
bílarnir óku um Trað-
arkotssund ýrðu þeir
aur og vatni á lítinn
kjallaraglugga, sem stóð
lágt yfir jörðu. Ef til vill var þetta
kámugasti glugginn í öllum bænum.
En þó var hann ekki skítugri en
svo, að athugull vegfarandi gat séð
hnípinn kanarífugl í búri niðri í
djúpri gluggakistu. Sitt hvorum
megin við gluggann héngu hvítar
gardínur, gamlar og slitnar. Og ef
einhver gerði sig sekan um að gá í
gluggann, voru nokkrar líkur til,
að honum tækist að grilla í gamla
konu, sem var á sífelldum þönum
fram og aftur um gólfið. Stundum
lagðist hún fram á gluggakistuna til
að kjá framan í kanarífuglinn sinn.
Það þurfti að ganga á bak við
húsið, niður margar tröppur og inn
langan og dimman gang til að kom-
ast inn í kjallarann til gömlu kon-
unnar. f nóvember 1938, þegar Vik-
an var nýstofnuð, heimsótti ég hana
og spjallaði við hana stundarkorn.
o—o
Hún hét Jóhanna Guðmundsdótt-
ir, fædd að Holti í Innra-Neshreppi
1870. Foreldrar hennar voru fátæk-
ir einyrkjar — miklu fátækari en
gerðist og gekk um fátækt fólk. —
Þau voru skínandi fátæk á allt
annað en örbyrgð og ómegð. Þau
hétu Rósa og Guðmundur. Jóhanna
var yngsta barnið þeirra.
Er hún var tveggja ára missti
hún föður sinn. Hann hrapaði fyrir
björg í Bláfjöllum upp af Grundar-
firði. Það var í skammdeginu. Hann
hafði farið með Borgundarhólms-
49